Ég var að lesa nöldurkork um reykingar, og fyrst allir voru svona svakalega óssammála um hvað væri skaðlegt við þær, ætla ég nú bara að setja inn nokkrar staðreyndir um skaðsemi reykinga, bæði beinna og óbeinna. Þessar staðreyndir hafa verið gefnar út sameiginlega af þeim stofnunum sem eftir fara:
VINNUEFTIRLIT RÍKISINS
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ
HJARTAVERND
TÓBAKSVARNANEFND
HEILBRIGÐIS- OG TRYKKINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ

Ég tók mér það bessaleyfi að sýna þessar upplýsingar hér á Huga.is og vona að enginn hafi neinar athugasemdir að gera við það, þar sem ég tek hér fram fyrir ofan hvaðan ég fékk heimildir. Einnig tel ég að ég geti gengið út frá því vísu að þessir aðilar vilji að þessar staðreyndir komist til skila.
Nú vona ég bara að einhver nenni að lesa þetta, og að það hjálpi þá viðkomandi. Enjoy!

ALMENNT
Við reykingar minnkar blóðflæði til húðarinnar. Það veldur appelsínuhúð, bólumyndun, þurrki og hrukkum - og minnkar mótstöðu gegn húðsjúkdómum.
Ertu á framabraut? Reykingar minnka súrefnisflæði til heilans.
Andremma, óþrifnaður, ólykt og óþefur af fötum fylgir þeim sem reykja.
Reykingar auka slímmyndun í hálsi, munnholi og nefi.
Þú þarft að þéna yfir 200.000 krónur á ári til að hafa efni á að reykja einn pakka á dag.
Hver einasta sígaretta styttir líf þitt um 11 mínútur.
Reykingar drepa um 370 Íslendinga á hverju ári.
Ef þú reykir eina sígarettu í návist barns er hægt að mæla niðurbrotsefni nikótíns í þvagi barnsins þremur dögum síðar.
Um 45 Íslendingar látast af völdum óbeinna reykinga á hverju ári.
Veist þú hvaða sígaretta kemur krabbameini af stað? Það gæti verið fyrsta sígarettan.
Nokkrum sekúndum eftir að þú kveikir þér í sígarettu veitirðu þúsundum efnasambanda inn í blóðrásina. Um 4000 þeirra breyta hárfínum lungnablöðrum í götótta tjörusekki.
Andaðu í gegnum örmjótt rör í 5 mínútur. Þannig færðu tilfinningu fyrir lungnaþembu, algengasta sjúkdómnum sem tengist reykingum.
Þegar þú reykir rotna lungun í þér.
80% reykingamanna byrjuðu að reykja fyrir 18 ára aldur. Yfir 80% þeirra vilja hætta að reykja.
Hver einasta sígaretta veldur þér skaða.

TAKTU ÁBYRGÐ Á EIGIN HEILSU! VERTU FRJÁLS REYKLAUS!


STELPUR

Tíðaverkir eru meiri hjá konum sem reykja.
Breytingaskeiðið byrjar fyrr hjá konum sem reykja.
Bein tengsl eru á milli reykinga og leghálskrabbameins.
Beinþynning er algengari hjá konum sem reykja.
Reykingar á meðgöngu geta valdið móður og barni mjög alvarlegum sjúkdómum.

TAKTU ÁBYRGÐ Á EIGIN HEILSU! VERTU FRJÁLS REYKLAUS!


STRÁKAR
Við reykingar þrengjast æðar í öllum útlimum. Það veldur getuleysi!
Nikótín hefur áhrif á vöxt barna og unglinga. Ungir reykingamenn stækka 9% minna á tveggja ára tímabili en jafnaldrar þeirra sem reykja ekki.
Ummál brjóstkassa á strákum sem reykja að staðaldri er 22% minna en hjá strákum sem reykja ekki.

TAKTU ÁBYRGÐ Á EIGIN HEILSU! VERTU FRJÁLS REYKLAUS!


Fyrir þá sem vilja vita meira um það sem reykingamenn anda að sér, þá er hér hluti af innihaldslýsingu sígarettu.

AKRÓLEIN: Mjög eitrað við innöndun. Eitrað við inntöku. Ætandi.
AKRÝLÓNÍTRÍL: Getur valdið krabbameini. Eitrað við innöndun, í snertingu við húð og við inntöku.
AMMONÍAK: Eitrað við innöndun. Ætandi.
ARSENIK: Eitrað við innöndun og inntöku.
ASETALDEHÝÐ: Ertir augu og öndunarfæri. Getur valdið varanlegu heilsutjóni.
BENZEN: Getur valdið krabbameini. Hætta á alvarlegu heilsutjóni við innöndun, í snertingu við húð og við inntöku við langvarandi notkun.
BENZÓ(A)PÝREN: Getur valdið krabbameini. Getur valdið arfgengum skaða. Getur dregið úr frjósemi og skaðað barn í móðurkviði.
BLÁSÝRA: Mjög eitruð við innöndun, í snertingu við húð og við inntöku.
BRENNISTEINSVETNI: Mjög eitrað við innöndun.
DÍMETÝLNÍTRÓSAMÍN: Getur valdið krabbameini. Eitrað við inntöku. Mjög eitrað við innöndun. Hætta á alvarlegu heilsutjóni við langvarandi notkun.
ENDRÍN: Mjög eitrað við inntöku. Eitrað í snertingu við húð.
FENÓL: Eitrað í snertingu við húð og við inntöku. Ætandi.
FORMALDEHÝÐ: Getur valdið varanlegu heilsutjóni. Eitrað við innöndun, í snertingu við húð og við inntöku. Getur valdiðð ofnæmi í snertingu við húð.
HÝDRAZÍN: Getur valdið krabbameini. Eitrað við innöndun, í snertingu við húð og við inntöku. Getur valdið ofnæmi í snertingu við húð. Ætandi.
KOLEINOXÍÐ(KOLMÓNOXÍÐ): Eitrað við innöndun. Hætta á alvarlegu heilsutjóni við innöndun við langvarandi notkun. Getur skaðað barn í móðurkviði.
METANÓL(TRÉSPÍRITUS): Eitrað við innöndun og við inntöku.
BETA-NAFTÝLAMÍN: Getur valdið krabbameini. Hættulegt við inntöku.
NIKÓTÍN: Eitrað við inntöku. Mjög eitrað í snertingu við húð.
PÓLÓNÍUM 210: Getur valdið krabbameini. (geislavirkt efni).
PÝRIDÍN: Hættulegt við innöndun, í snertingu við húð og við inntöku.
ÚRETAN: Getur valdið krabbameini.
VINÝLKLÓRÍÐ: Getur valdið krabbameini.

Þessi 22 eru bara lítill hluti af þeim 4000 efnasamböndum sem eru í tóbaksreyk, þar af eru 40 af þeim sem geta valdið krabbameini.
Vil ég benda fólki á að þeir sem reykja eða anda að sér tóbaksreyk frá öðrum fá öll þessi efni ofan í sig, þar á meðal þau sem hér eru skráð!


TAKTU ÁBYRGÐ Á EIGIN HEILSU!!
VERTU FRJÁLS REYKLAUS!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!



P.S. Með þessari grein er ég ekki með nokkru móti að skjóta á reykingafólk. Þetta er þeirra val. Ég á sjálf ættingja og vini sem reykja, þannig að engin skítaköst takk!
Markmið mitt með þessari grein er hins vegar að upplýsa fólk um það sem það getur gert sér og öðrum með reykingum.


kv.
maxina