Ég gerði ritgerð í LÍF103 fyrir nokkru síðan um afkastaaukandi lyf og efni. Kennaranum fannst hún svo æðisleg að hann trúði ekki að ég hefði gert hana sjálfur. Þess vegna langaði mér að deila henni með ykkur ;D

———————————————————————–

3.1 Hlutverk stera

,,Sterar (e. steroids) er samheiti yfir fituleysanleg efni í líkamanum sem hafa flókna byggingu, grundvallaða á grind úr sautján kolefnisfrumeindum.“ Eitt af þessum efnum er kólesteról og er það notað í líkamanum til þess að mynda sterahormón (einnig þekkt sem kynhormón). Í líkamanum eru nokkrar gerðir sterahormóna - kortisól (e. cortisol) og testósterón (e. testosterone) í körlum og estrógen (e. estrogen) og prógesterón (e. progesterone) í konum.

Sterahormón, og þá sérstaklega testósterón, eiga stóran þátt í þeimm gífurlegu breytingum sem verða á fólki á kynþroskaskeiðinu. Sterahormón hafa bæði andrógenísk (e. androgenic) og anabólísk (e. anabolic) áhrif. Andrógenísku áhrifin breyta kynbundnum einkennum eins og stækkun getnaðarlims og eistna, raddbreytingum, hárvexti í andliti, handarkrikum og á kynfærum auk aukinnar árásarhneigaðar. Anabólísku áhrifin auka hins vegar vöxt vöðva, beina og rauðra blóðkorna auk aukinnar taugaleiðni. Öll sterahormón eru andrógenar og er því talað um anabólíska andrógena eða anabólíska-andreógeníska stera þegar sterahormónin hafa anabólísk áhrif auk þeirra andrógenísku.

Stera hormónin berast með blóðinu út um líkamann en virka aðeins á þær frumur sem hafa sérstaka móttakara. Hormónið binst við móttakaranum og myndar efnaflóka (e. steroid-receptor complex). Efnaflókinn fer svo inn í kjarna frumunar og virkjar þar DNA tiltekinna gena og hefur því áhrif á umritun DNA yfir í mRNA sem svo berst út í umfrymi frumunar þar sem það er þýtt í prótein. Hormónið hefur þau áhrif að próteinmyndun eykst og próteinrýrnun minnkar.

3.2 Sterar og íþróttir

Anabólískir (vefaukandi) sterar hafa verið framleiddir til að hafa eins mikil anabólísk áhrif en eins lítil andrógenísk og mögulegt er. Það hefur hins vegar ekki tekist að útiloka andrógenísku áhrifin algjörlega vegna þess að andrógenísku áhrifin eru í rauninni anabólísk áhrif á kynbundna vefi. Þeir sterar sem eru virkastir í anabólismanum eru einnig þeir sem hafa hvað mest andrógenísk áhrif. Yfir 100 mismunandi anabólískir sterar hafa verið þróaðir og eru þeir mismunandi hvað varðar byggingu, endingu, virkni og eituráhrif. Dæmi um þessa stera eru: Dihydrotestosterone, Androstenedione (Andro), Dehydroepiandrosterone (DHEA), Clostebol og Nandrolone.

Margir íþróttamenn hafa tekið inn anabólíska stera, ýmist í vökva eða töflu formi, og hafa sagt að þeir hjálpi þeim að æfa stífar og jafna sig fljótar. Þeir hafa einnig haldið því fram að þeir hafi átt í erfiðleikum með að ná árangri, eða jafnvel að halda sér á því stigi sem þeir voru komnir á, eftir að hafa hætt inntöku stera. Þetta þýðir að anabólískir sterar geti hindrað þann catabolisma (e. catabolism - í þessu tilfelli, vöðvarýrnun) sem oft fylgir stífum æfingum, þó að þetta hafi ekki verið sannað að fullu.

Áhrif anabólískra stera á líkamlega frammistöðu er óljós því að rannsóknir hafa sýnt ósamhljóða niðurstöður. Í þeim rannsóknum sem sýndu jákvæðan árangur þá jókst líkamsþyngd að meðaltali um 2 kg, vöðvamassi um u.þ.b. 3 kg (fitumissir útskýrir muninn á líkamsþyngd og vöðvamassa), þyngd í bekkpressu um 8 kg og hnébeygju um 15 kg (þessar tölur eru meðaltal yfir allar þær rannsóknir sem sýnt hafa jákvæð áhrif). Nánast öllum rannsóknum hefur hins vegar mistekist að sýna fram á aukið súrefnisflæði í vöðvum eða aukið þol. Rannsóknir á anabólískum sterum hafa oftast staðið yfir í sex til átat vikur og þeir sem tóku þátt voru oftast lítið þjálfaðir einstaklingar.

Ágóði af inntöku anabólískra stera hjá þeim sem rannsakaðir voru við lítið stjórnuðum aðstæðum hefur reynst vera miklu meiri. Þyngdaraukning upp á 15 - 20 kg, samfara u.þ.b. 30% styrktaraukningu, er ekki óalgengt. Slíkar rannsóknir skortir trúverðuglegika vegna skorts á vísindalegri stjórnun en má samt taka visst mark á þeim þó svo að þáttakendurnir hafi verið vel þjálfaðir íþróttamenn.

Einnig má því við bæta að ýmsar vangaveltur eru uppi um það hvort að hin raunverulegu áhrif anabolískra stera sé að skapa nokkurskonar geðvefrænt ástand sem einkennist af vellíðan, sælutilfinningu, aukinnar árásarhneygðar og betra þol gegn álagi, sem leyfir íþróttamanninum að æfa stífar. Þannig ástand kæmi sér vel fyrir reynda kraftlyftingamenn sem hafa þróað þá hreyfihæfileika (e. motor skills) sem þarf til að koma sem mestu afli frá sér við styrktarþjálfurn, auk þess sem að prótein- og kaloríuríkt mataræði getur einnig verið stór þáttur í að hámarka virkni anabolískra stera.

3.3 Neikvæð áhrif anabólískra stera

Eins og margir vita eru anabólískir sterar langt frá því að vera hættulausir því þeir hafa fjölmargar og vel þekktar aukaverkanir. Þær aukaverkanir sem verka á bæði kynin eru t.d. þær að hlutfall kólesteróls í blóðinu breytist á þann veg að HDL-kólesterólið, sem er talið ,,hollt”, minnkar á meðan það LDL-kólesteról, sem talið er ,,óhollt", eykst. Þetta eykur líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum eins og t.d. hjartaáfalli, sem er einmitt ástæðan fyrir því að Jón Páll Sigmarsson lést. Fleiri aukaverkanir sem hafa áhrif á bæði kynin eru breyting á skapi, árásarhneigð, andfélagsleg hegðun og óeðlileg lifrarstarfsemi, sem stafar af því að öll efnin eru venjulega brotin niður í lifrinni og skapast því mikið álag á hana. Hjá körlum skapast vöntun á lifandi sáðfrumum í sæði, kallast geldsæði, eða sæðisfrumubrestur og visnun á eistum. Þeir geta einnig átt það á hættu að verða ófrjóir auk stækkunar á blöðruhálskirtli og brjóstum. Konur geta svo átt á hættu að snípur þeirra stækki, á þær fari að vaxa skegg, þær fái skalla, rödd þeirra dýpki og brjóstin minnki.