Hæ hæ.
Vil benda þeim ykkar sem glímið við geðraskanir á alveg hreint frábæra heimasíðu sem við erum búin að vera með í gangi í nokkurn tíma. En heimasíðan er um allt sem við kemur geðröskunum hjá ungu fólki. Slóðin á heimasíðuna er www.blog.central.is/gedheilsa.
Við erum einnig að fara að stofna hóp fyrir ungt fólk á aldrinum 16-26 ára sem glímir við geðraskanir. Fundirnir verða líklegast á þriðjudögum eða fimmtudögum. Það er ekki alveg ákveðið. En við erum búin að fá fundar aðstöðu.
Hægt er að skrá sig í hópinn með því að senda okkur tölvupóst á netfangið gedheilsa@internet.is
Inná síðunni okkar er skoðanakönnun þar sem við spyrjum ykkur hvað þið viljið gera sem fyrsta gigg í hópnum. Það væri gaman ef þið mynduð taka þátt í könnuninni.
Hópurinn verður þannig uppbyggður að við ætlum að funda einu sinni til tvisvar í viku og spjalla um sjúkdóminn okkar. En fyrst og fremst ætlum við að hafa þetta skemmtilegt og uppbyggjandi fyrir ykkur.
Endilega kíkjið á síðuna og segið ykkar skoðun og komið með einhver flott comment.
Heimasíðan er www.blog.central.is/gedheilsa
Netfang hópsins er gedheilsa@internet.is
Kv. Valgeir.