Hæ elsku vinir.
Jæja þá fer að stittast í það að nýr hópur verði stofnaður fyrir ungt fólk á aldinrum 16-26 ára sem glímir við geðraksanir. Hópurinn verður þannig uppbyggður að við ætlum að hafa gleði og skemmtun í fyrirrúmi. Einnig ætlum við að spjalla um sjúkdómana okkar sem er svo mikilvægt.
Munurinn á þessum hóp og hinum er sá að við ætlum að bjóða alla þá velkomna sem líður illa. Ekki eingöngu þeim sem glíma við þunglyndi heldur öllum þeim öðrum sem glíma við aðra geðsjúkdóma.
Ætlunin er að gera eitthvað skemmtilegt saman. Við ætlum að funda einu sinni í viku og ræða þá okkar mál. Utan þess tíma er svo ætlunin að gera eitthvað skemmtilegt saman.
Við erum búin að fá mjög góðar undirtekir á hópinn. Og gaman verður að sjá hvort hann muni ekki blómstra í framtíðinni.
Við ætlum ekki einungis að hafa hópinn byggðan á skemmtun og fjöri, heldur ætlum við líka að funda og spjalla um okkar mál. Á fundunum væri gaman að ræða um sjúkdóminn og allar hliðar hans. Það er gott að finna samkend saman, við getum peppt hvort annað upp þannig að stuðningurinn verði sem mestur.
Þeir sem vilja hjálpa okkur við stofnun hópsins er velkomið að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst eða þá í gegnum síma. Netfang hópsins er gedheilsa@internet.is.
En umfram allt, þá ætlum við að hafa þetta skemmtilegt. Það vantar svona hóp fyrir okkur sem líður illa eða erum einmanna.
Svo á næstu vikum ætlum við að stofna annan hóp sem verður fyrir ungt fólk á aldrinum 12-16 ára. Hann verður að sjálfsögðu öðruvísi upp byggður heldur en sá hópur sem við erum að stofna núna.
En eins og ég segi. Þá verður þetta gaman. Við verðum stór og sterk eftir þessa stofnun. Miðað við öll þau email sem ég hef fengið á síðustu dögum þá er ég mjög ánægður og trúi því að þið kæru vinir finnið fyrir samkend og stuðningi í þessum nýja hópi okkar.
Hafið það sem allra allra best. Við stöndum þétt saman. Þið eruð æðisleg, ég trúi því að við eigum eftir að gera góða og stóra hluti saman.
Hópurinn er með heimasíðu. Slóðin á hana er www.blog.central.is/gedheilsa.
Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega sendið mér tölvupóst eða hringið í mig í eftirfarandi númer.
Með kveðju.
Valgeir Matthías Pálsso
Sími: 517 7661 og 824 6622.
Tölvupóstur hópsins er gedheilsa@internet.is