Duldar hættur í nýtísku mat
KYNNING
Fyrir um 5 árum síðan þá fékk ég vitundarvakningu varðandi matarræði þar sem ég byrjaði að stunda líkamsrækt, síðan þá hef ég öðlast mikla þekkingu og skilning á mataræði, hvað er gott að borða og hvenær. Þessi heimur er algjör frumskógur, og ekki allir sem vilja setja sig lengra út í það en að vita hvað kalóríur, kolvetni, fita og prótein er.
En ég ætla ekki að skrifa stóra grein um matarræði, heldur ætla ég að fjalla um “duldar hættur” í mat. Þessar “hættur” eru hráefni, og önnur efni, sem eru notuð í matvörur. Hér að neðan fjalla ég um þessi hráefni og efni.
——————————————–
KOLVETNI OG VIÐBÆTTUR SYKUR
——————————————–
Kolvetni og “Glycemic Index” (GI) stuðullinn
“Glycemix Index” er nýtt fyrir íslendinga, hann þekkist lítið hérna á Íslandi en ég tel að þetta sé einn af mikilvægustu stuðlum sem hægt er að nota fyrir matvæli. Í stuttu máli er þetta stuðull frá 0 til 100, en þessi stuðull segir til um hve mikið og hratt blóðsykur hækkar eftir að matvöru er neytt. T.d. er þrúgusykur (nánast hreinn blóðsykur) með GI stuðul 96.
Í gríðarlegum fjölda matvæla má finna unnin kolvetni meðan háan GI stuðul, s.s. hvítan sykur og hvítt malað hveiti. Einnig eru margar náttúrulegar vörur, s.s. ávextir (bananar t.d.) sem hafa hátt GI gildi. Þó svo að bananar og aðrir ávextir eru hollir þá skal ekki neyta þeirra í óhófi.
GI stuðullinn nær ekki til kjötvara þar sem innihald þeirra er aðallega prótein og fita.
Viðbættur sykur
Nú er svo komið að viðbættur sykur í matvörum er nánast orðinn aðalorkugjafi landsmanna. Viðbættan sykur má finna ótrúlegustum vörum, allt frá skyri til kjúklingabringa (flestar eru gljáðar með þrúgusykri), og gosi til vitamína. Hægara sagt en gert að forðast neyslu á honum, en það má a.m.k. reyna, jú því viðbættur sykur veldur gríðarlegri og skyndilegri hækkun á blóðsykri (nánar fjallað um hér að neðan).
Samspil GI, blóðsykurs og insúlíns
Eftir því sem blóðsykur hækkar örar þá þarf líkaminn að leysa úr læðingi insúlín, en insúlín sér um að koma allri þessari orku inn í frumur líkamans. Ef einstaklingur hefur borðað stóra máltíð með mikið af unnum kolvetnum þá hækkar blóðsykurinn í blóðinu mikið, og að sama skapi eykst insúlínið líka. Þegar frumur líkamans þurfa ekki alla þessa orku þá er umframorkunni breytt í fitu.
Sykursýki II / Áunnin sykursýki
Þegar einstaklingar neyta í sífellu máltíða með miklu magni af unnum kolvetnum þá endurtekið ferlið sig sem ég nefndi hér að ofan, líkt og um rússíbanaferð er um að ræða. Þegar þetta ferli hefur verið endurtekið ákveðið oft í einhvern tíma þá verða frumur líkamans dofnari fyrir insúlíni, en insúlín er nauðsynlegt tæki líkamans til að koma orku inn í vöðvafrumur. Þegar það hættir að virka þá er komið í óefni, ýmsir sjúkdómar byrja að koma upp og einstaklingur verður í sífellu þreyttur.
Niðurstöður
Ónauðsynleg skyndileg og mikil hækkun á blóðsykri er hættuleg. Hún leiðir af sér að líkaminn breytir umframorku í fitu, minnkar skyn frumna líkamans á insúlíni og veldur mikilli þreytu eftir að blóðsykur fellur svo.
Hvað er til ráða?
Forðast skal að neyta vöru með háan GI stuðul. Eftir því sem meira jafnvægi er á blóðsykri þá hafa einstaklingar meiri orku og líður almennt betur. Því lægri sem GI stuðullinn er þá hækkar blóðsykurinn jafnt og þétt, og lengi, og viðheldur þannig orku líkamans í langan tíma eftir neyslu.
Hægt er að fletta upp GI stuðli matvæla á þessum vef: http://www.glycemicindex.com/
Því miður hafa íslendingar ekki enn uppgötvað þennan GI stuðul ennþá, en vonandi munu íslensk matvæli gangast undir þessar mælingar.
Dæmi um matvæli með háan (SLÆMT) GI stuðul: Gos, kökur, kex, jógúrt, sælgæti, skyndikartöflur, brauð, bananar, sykur, malað hveiti, skyr vörur með viðbættum sykri, ávaxtasafar, nánast öll morgunkorn o.fl. Í raun er um 75% matvæla í matvörubúðum með of háan GI stuðul, lærið að þekkja þessar matvörur.
Dæmi um matvæli með láan (GOTT) GI stuðul: Kotasæla, hvítt skyr, nánast öll grænmeti, bakaðar kartöflur, brún hrísgrjón, baunir, haframjöl og ávextir s.s. jarðaber, epli, perur.
——————————————–
SÆTUEFNI, ASPARTAME - STAÐGENGILL VIÐBÆTTS
——————————————–
Já, og þú varst ánægður með að vera laus við viðbætta sykurinn úr kókinu, skyrinu og fleiri vörum sem innihalda þessi dásamleg “sætuefni”. Í raun eru “sætuefni” ekkert annað en “Aspartame”. Það nægir að slá inn orðinu á Google.com og þá koma upp um 624.000 tenglar sem vísa á vefsíður sem fjalla um skaðsemi Aspartame.
Í stuttu máli var Aspartame 200 sinnum sætara en sykur, það er samsett úr amínósýrum (uppbyggingarefnum próteins), og það inniheldur nánast engar kalóríur. Það var samþykkt af lyfja og matvælastofnun bandaríkjanna (FDA) árið 1981, sem margir vilja kalla ein stærstu mistök sem stofnunin hefur gert.
Aspartame var ekki rannsakað mikið á þeim tíma sem það var sett á markað, því það er ekki flokkað sem “lyf” heldur “matvæli”. Í raun hefur Aspartame mörg einkenni lyfja, mikið af fólki getur ekki neytt Aspartam-bættra matvara því það hefur óþol gagnvart Fenýlalín sem er amínósýra í Aspartam. Þeir sem neyta Aspartams en hafa Fenýlalín óþol geta fengið allt frá hausverki eða önnur verri einkenni, allt til dauða. En Fenýlalín safnast fyrir í heila þeirra sem hafa óþol sem getur haft slæm áhrif.
Í raun eru áhrif Aspartams ekki að fullu rannsökuð, en það er margt sem bendir til að efnið hafi önnur áhrif en aðeins að gera bragðið af matvörunni “sætara”. Bent hefur verið á allskonar aukaáhrif Aspartams, s.s. magaverkir, niðurgangur, ofnæmi, alzheimer, bakverkir, blindni, fæðingargallar, hækkun blóðþrýstingsins, heilaskaði, heilaæxli, hjarta- og æðasjúkdómar, brjóstverkir, sljóleiki, skaði á DNA, krabbamein, lifraskaði, minnistap, taugaskaði, verkir í liðamótum, svefntruflanir, hjartsláttartruflanir o.fl. o.fl. (eða rúmlega 100 atriði sem ég fann á netinu)
Aspartam ætti að forðast algjörlega. Í raun er hneyksli að það skuli vera leyft hér á Íslandi, en það er komið í margar matvörur nú þegar, s.s. Skyr.is og ýmsa gosdrykki (s.s. nýja Coke Light). Ég las viðtal við einn af yfirmönnum Norðurmjólkar þar sem kemur fram að þeir vilja ekki setja Aspartam í vörur sínar útaf þessum ástæðum, flott hjá þeim. Ljóst er að framleiðendur Skyr.is hafa engar áhyggjur af heilsu hins almenna neytanda, né gosdrykkjaframleiðendur sem hafa sett margar drykkjarvörur á markað með Aspartame.
——————————————–
TRANSFITUR (TFA - Trans Fatty Acids)
——————————————–
Transfitur má finna í mörgum matvörum, s.s. hnetusmjöri, veitingahúsamat (allflestum), djúpsteikingar mat (kjúkling, franskar) o.fl. Í raun eru transfitur allt í kringum okkur, í mörgum matvörum.
Tranfitur eru framleiddar úr fljótandi fitu (olíu) sem er umbreytt í harða fitu í ferli sem kallast Hydrogeneration, og þessar fitur kallast “Hydrogenerated oils”. Þetta er gert til að olíurnar endist lengur og verði auðveldari að eiga við þær við framleiðslu matvæla. Forðast skal matvörur sem innihalda þetta.
Þessar fitur er djöfull allra fitu. Í raun eru til tvennskonar fitur, mettaðar og ómettaðar fitur. Báðar eru nauðsynlegar en þó eru ómettaðar taldar hollari en þær mettuðu. Transfitur eru mettaðar fitursýrur í veldinu 100. Þær valda hækkun á slæma kólestórinu og lækkun á því góða. Mikil neysla á transfitum getur valdið hjartaáfalli, en þær geta stíflað kransæðarnar. Einnig hafa rannsóknir sýnt að tengja megi transfitur við aukningu á sykursýki II.
——————————————–
Niðurstöður
——————————————–
Ljóst er að allar matvörur sem eru mikið unnar tapa þeim gæðum sem líkami okkar þarf á að halda. Vítamín tapast og trefjar tapast úr unnum matvörum, og í staðinn fáum við viðbættan sykur, sætuefni og transfitur. Ég skil ekki alveg hver metnaður hjá matvælaframleiðendum er, en það er greinilega ekki verið að framleiða hollan mat.
Leitast skal að borða mat sem er hvað “næst” náttúrunni, þ.e.a.s. það sem maðurinn hefur átt hvað minnst við. Þær innihalda oftast mikið af vítamínum og trefjum, og eru laus við allt sem er viðbætt. Ekki skal elda mat of mikið þar sem hann tapar gæðum, t.d. að sjóða grænmeti í vatni er mjög slæmt þar sem öll vítamínin tapast út í vatnið. Að steikja kjöt á pönnu með mikilli olíu er slæmt þar sem holla fitan umbreytist í óholla fitu.
Vonandi var þetta fróðleg lesning. Endilega notið Google og leitið að þessum leitarorðum:
“Trans Fatty Acids”, “Aspartame”, “Glycemic Index”, “Type 2 Diabetes”.