Þriðjudaginn 22.02.2005 kl: 19:00 verður stofnfundur félags fólks sem glímir við offitu.

Fundurinn verður haldinn á Salatbarnum í Faxafeni. Fólk fær góðan afslátt af matnum sem verður á boðstólnum.

Á fundinum verður kosin einskonar stýrihópur fyrir samtökin, þar sem þeir sem vilja geta boðið sig fram í stjórn.

Á fundunum ætlum við að spjalla um allt milli himins og jarðar. Við ætlum að hjálpa hvort öðru og reyna að efla okkur sjálf. Öllum er frjálst að mæta og tjá sig um sín mál.

Í framtíðinni ætlum við að bjóða upp á fyrirlestra um hollt líferni, matarræðið og hreyfinguna.

Svona fundir eru vel þekktir í Bandaríkjunum og Bretlandi. Við höfum kannað hug fólks og það eru flestir ánægðir með þetta framtak okkar.

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá endilega sendið okkur póst á netfangið offita@internet.is. Einnig er hægt að skrá sig í samtökin á sama netfangi.

Kv. Félag fólks sem glímir við offitu.