Hæ hæ elsku vinir.

Nýr hópur hefur verið stofnaður fyrir ungt fólk á aldrinum 16-26 ára sem glímir við þunglyndi.

Við ætlum að funda á morgun klukkan 20:00 eða átta á efri hæðinni á Kaffi Viktor. Það væri rosalega gaman að sjá ykkur. Við sem stofnuðum hópinn erum öll á aldrinum 20-24 þannig að við erum alveg eins gömul og þið.

Við eurm mikið búin að vera að auglýsa hópinn að undanförnu, bæði í sjónvarpinu og svo í útvarpinu. Ef þið viljið mæta og kynna ykkur málin þá eruð þið sko innilega velkomin.

Við erum með heimasíðu: Slóðin á heimasíðuna er www.blog.central.is/gedheilsa. Endilega kíkja á síðuna og sjá hvað við erum að gera.

Síðan ætlum við að opna svona spjall síma, þar sem þið elsku vinir getið hringt í okkur og spjallað. Þið megið sko alveg hringja í okkur, hvenær sem þið viljið. Það er alveg sjálfsagt.

Svo ég segi ykkur aðeins af hópnum þá ætlum við aðalega að gera eitthvað skemmtilegt saman. Eins og það að fara í bíó, í keilu, í leikhús, snjósleðaferðir eða bara eitthvað sem okkur dettur í hug að gera hverju sinni.

Við erum líka með netfang. Netfang hópsins er gedheilsa@internet.is. Þið getið alltaf sent okkur tölvupóst og spurt okkur ráða.

En að lokum vona ég að þið mætið og hafið það gaman með okkur.

Með bestu kveðju.

Valgeir í síma 824 6622.
Dagný í síma 6916014.
Ragnheiður í síma 6960940.