Hmm…
Það vill nú svo heppilega til að þetta er efni sem ég hef frætt mig sérstaklega í. Vissulega geta verið til langir ættleggir af feitu fólki, það hafa vissulega fundist gena gallar sem stuðla að offitu og oft valda lyf og vissir sjúkdómar offitu. En miðað við mína reynslu þá eru það ekki gengin sem valda þessu, þá “afsökun” ætti að nota mjög varlega.
Ef að börn feitra foreldra eru feit líka, þá er það venjulega vegna þess að foreldrarnir kenna börnum sínum þann sama lífsstíl sem þau hafa sem olli því að þau urðu feit upphaflega. En líffstíll er einmitt aðalorsök offitu í dag. Við borðum skyndibitamat, djúpsteiktar franskar og kokteilsósu, okey, það er ekkert að því í hófi en öllu má ofgera.
Ef að þessi sömu börn myndu sleppa hamborgurunum (með kokteilsósunni) og fá sér fisk, fitulítið kjöt, grænmeti og svoleiðis, en foreldrarnir fengju sér áfram sinn mat þá kæmi það í ljós á innan við mánuði að það voru ekki genin sem ollu offitunni hjá krökkunum.
Þegar ég var patti, fyrir ca 18 árum þá var það talinn mikill lúxus að fá kók með matnum, í dag er þetta sull á borðum alla daga og sumir eru jafnvel að sulla í sig 2-3 lítrum á dag. Hvert haldiði að allur sykurinn í þessum gosdrykkjum fari?
Kjartan Bumbubani
Ég held að það séu til fitugen. Rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar á tvíburum í Bandaríkjunum sýndu það að mataræði hafði mest lítið með holdafar að gera. Þeir voru t.d. með eineggja tvíbura, konur milli 30 og 40 sem höfðu verið ættleiddar, önnur hafði fengið mjög heilsusamlegt uppeldi, borðaði mikið grænmeti og fór alltaf í ræktina á morgnana. Hin hámaði í sig feitt kjöt og sósur og stundaði enga líkamsrækt. Þær voru báðar grannar og það munaði ekki nema 2 kílóum á þeim. Þær voru greinilega ekki með fitugen.
Ég held samt að fólk sem er með fitugen geti yfirunnið það en það verður bara að sætta sig við það að það má ekki borða það sem aðrir geta borðað. Ef fólk sleppir algjörlega gosi, sælgæti og öllu þessu sykurbætta og fituga drasli sem það úðar í sig og fer að hreyfa sig smá líka, jafnvel þó það sé ekki nema labba út í búð í staðinn fyrir að taka bílinn alltaf og ganga stiga í staðinn fyrir að taka alltaf lyftu þá getur það grennst. Það er hins vegar sumt fólk sem er bara eins og alkar á gos og sælgæti, það bara verður að láta það alveg vera, annars étur það yfir sig.
0