Moli skrifar:
“Já Tigercop, það er ábyggilega frábært að vera þú.. Tróna á toppi alheimsins og horfa niður á smáfólkið reyna eins og það getur að gera líf sitt bærilegt, og reyna svo að sópa þessu burt með þinni ódauðlegu hendi því þér finnst þetta ekki sniðugt.
Það fer enginn útí þunglyndisstuðning án viðeigandi menntunar og undirbúnings, fólkið sem stendur bakvið þetta er greinilega fólk sem að er ekki sama um þá þunglyndu..”
****
Svar mitt:
Þér að segja Moli, ég stend alls ekki á neinum toppi og horfi niður - ég stend jafnfætis öðrum og á vini sem eiga við þunglyndi að stríða svo ég er ekki að tala um eitthvað sem ég þekki ekki.
það að mér finnist þetta ekki sniðugt er ekki mitt orðalag heldur þitt.
Ég er ekki eins góður í að lesa á milli línanna eins og þú virðist vera því ég sá hvergi koma fram að um faglært fólk væri að ræða þarna svo ég er að lýsa yfir áhyggjum en ekki vanþóknun á þessu.
————————————–
Moli heldur áfram:
"Nú ertu bara að búast við því að þetta séu einhverjir smjattpattar sem að hafa ekkert á milli eyrnanna á sér sem eru að skipuleggja þetta.
Að ólærðir setji upp stuðningshóp fyrir þunglyndissjúka án fagmanns sem bakhjarls er auðvitað útí hött, en það vita það allir.
Þetta er bara neikvæðni í þér.
***
Svar mitt:
Eins og ég skrifaði hér að ofan er ég ekki eins duglegur og þú að lesa á milli línanna greinilega - því hvergi er minnst á annað en hóp af fólki á milli 16-26 koma saman og gera eitthvað skemmtilegt. En ég er þó sammála því sem þú skrifar um að það sé út í hött “Að ólærðir setji upp stuðningshóp fyrir þunglyndissjúka án fagmanns sem bakhjarls” …
Ég er á engan hátt neikvæður í svari mínu - lýsi eingöngu yfir áhyggjum - en þú ert greinilega að lesa eitthvað allt annað úr skrifum mínum - eða hvað?
—————————————-
Moli skrifar:
“Of margir? Fólk á aldrinum 16-26 kann nú venjulega að hafa sér vel.. Þunglyndissjúklingar ganga nú ekki berserksgang þegar þeir koma margir saman.
Svo ertu alltaf að hamra á sama hlutnum þarna, að það sé enginn þarna sem kann að díla við þetta..
Þetta er bara neikvæðni í þér.”
****
Svar mitt:
Bíddu, ég skrifaði aldrei OF MARGIR heldur “hvað ef margir koma” …
En þú virðist þekkja vel til þess þegar unglingar með þunglyndi koma saman í hóp/hópum - sýnist mér. Hefur þú einhverja reynslu af þunglyndissjúklingum sem koma saman í hóp? Veistu fyrir víst að ekki geti soðið uppúr ef t.d. einn eða tveir í hópnum væru ofbeldishneigðir í þokkabót, nei líklega ekki.
Og svo að ég sé alltaf að “hamra á sama hlutnum” með því að ég sé “neikvæður” er bara bull í þér! Það eina sem ég geri er að hafa áhyggjur af því að engin fagmaður sé með þeim í þessu sem styrkur þeirra …
Mér finnst þú stanslaust hamra sjálf/ur á því að ég sé neikvæður! Það er nákvæmlega engin neikvæðni í svari mínu heldur bara áhyggjur af þeim sem stofna þetta og þeim sem koma til með að mæta á svona fundi - alls engin neikvæðni!
——————————————
Moli skrifar áfram:
"Ég nenni varla að rífast meira útaf þessu…
***
Svar mitt:
Nú skil ég ekki. Hver er að rífast útaf þessu? Ekki ég svo mikið er víst, ég hef bara áhyggjur.
——————————————
Moli heldur áfram:
"En þú virðist halda að þetta jafnist á við sálfræðimeðferð eða slíkt.
****
Svar mitt:
Ég tala hvergi um að mér finnist þetta líkjast sálfræðimeðferð, eingöngu minnist ég á að mér finnist að faglærðir ættu að vera með í þessu sem bakhjarlar og styrkur - EF - eitthvað kæmi uppá sem ófaglærðir ráða ekki við.
———————————————
Moli skrifar áfram:
“Þetta virkar sem stuðningsgrúbba fyrir þá sem vantar ljós í myrkrið, því oft þarf ekki meira en bros, hlý orð eða faðmlag, til þess að tilveran verði svo miklu betri en hún er venjulega hjá þunglyndissjúklingum.
Líttu bara á þetta sem AA fundi fyrir þunglynda.”
****
Svar mitt:
Mér finnst það bara æðislegt ef þetta verður ljós í myrkri fyrir þá sem þurfa - ég sagði aldrei neitt annað. Ég er líka sammála þér með að hlý orð, faðmlag og bros eru af hinu góða og styð það heilshugar.
En eins og kom skýrt fram í greininni er ætlunin að hittast einusinni í viku - og gera eitthvað skemmtilegt saman! Allt sem nefnt var kostar svo og svo mikinn pening og því lýsti ég yfir áhyggjum á því að ef einhver kemur á svæðið og er t.d. þunglyndur vegna atvinnuleysis og þar með peningaleysis - hvað þá?
Ætla þeir sem eru að stofna þennan hóp að borga fyrir þá sem ekki hafa efni á þessum gleðilegu skemmtiferðum í keilu, í bíó, í leikhús, út að borða eða hvað sem til fellur - og það einu sinni í viku = 4 sinnum í mánuði = dágóður peningur!
Ég lýsti yfir áhyggjum vegna þeirra sem ekki hafa efni á þessu og eiga lítinn sem engan pening. Hvað eiga þeir að gera þegar kemur í ljós að þeir geta ekki verið með í þessu öllu - fara bara heim og vera sáttir við að komast ekki með? Ég myndi telja að þarna væri t.d. enn ein ástæða fyrir þann hópinn að sökkva enn dýpra í dökkan heim þunglyndis! Eða hvað finnst þér um þessa hlið á málinu?
——————————————–
Moli skrifar að lokum:
“Mig langar líka að benda þér á það að auglýsing hér nær til margra, og að auglýsingar annarstaðar gætu alveg eins náð til þessara ”óprúttnu aðila“.
Þú ert bara svartsýnn og neikvæður félagi.”
****
Svar mitt:
Þarna hamrar þú enn og aftur á að ég sé svartsýnn og neikvæður!! Ég er það alls ekki - eða flokkar þú áhyggjur sem svartsýni og neikvæðni?
Áhyggjur mínar af óprúttnum aðilum kemur hér fram vegna þess að ef ekki eru til staðar faglærðir með þá gætu þessir “vondu” aðilar átt auðvelt með að verða þess valdandi að hinir saklausu og þunglyndu gætu misst síðasta stráið og það er eitthvað sem engin vill sjá - eða hvað finnst þér?
Ég er alls ekki svartsýnn og neikvæður gagnvart þessu - einungis áhyggjufullur!
Mér finnst þetta mjög gott framtak en eins og ég hef margoft tekið fram þá finnst mér að það sé á mjög mörgu að taka og það þarf að hugsa fyrir ÖLLU til að þetta gangi vel. Málið er að ég styð þetta heilshugar ef ábyrgir aðilar eru á bakvið þetta sem styrkur og stoð ef eitthvað óvænt kemur uppá!
Kveðja:
Tigercop sem mælir með því að Moli lesi vandlega yfir greinina og svörin áður en hann svarar - og ekki lesa á milli línanna heldur bara nákvæmlega hvað stendur þar.