Úr hverju ertu gerð/ur ??
Hefur þig ekki alltaf langað til að vita út á hvað þetta svokallaða erfðaefni gengur?
Veistu það kannski nú þegar.. allavega hér gerði ég smá úttekt á því sem ég hef verið að skoða og datt í hug að senda það inn til fróðleiks.
Við höfum öll tvo litninga af hverri gerð í líkamsfrumum okkar, annar hefur komið frá móður og hinn frá föður. En þeir mótuðust við rýriskiptingu þar sem tala litninga helmingast og parast við samstæða litninga og erfðaefnið víxlast þar á milli.
Frumur starfa eftir fyrirsögn þeirra boða sem kóðuð eru í genum erfðaefnisins. Þessi boð eru eftirmynduð dyggilega í hverri frumukynslóða og í starfandi frumu eru þau umrituð í RNA og notðu sem forskrift fyrir próteinsmíð. Hinn mikli aragrúi enfahvarfa sem fram þarf að fara í frumu er síðan hvataður með sérvirkum hætti af próteinum (ensímum) og lætur nærri að hvert efnahvarf þurfi á sínum sérstaka ensími að halda. Próteinin eru alveg bráðnauðsynleg við eftirmyndun erfðaefnisins, umritun og sjálfs síns smíð. Það er í raun ekki ekki erfðaefnið eitt sem erfist á milli kynslóða heldur líka tilbúin umritunar og próteinmyndunarkerfi.
Án þessara tóla til túlkunar á erfðaboðum er erfðaefnið einskis virði, steindautt.
Kjarnsýra(DNA) getur ekki eftirmyndast án hjálpar sérhæfðra prótína en slík prótín eru ekki framleidd nema eftir boðum kjarnsýrusameinda (RNA). Hvorug sameindin getur því án hinnar verið.
Út frá þessu getum við leitt að hugbúnaðurinn er DNA/RNA sem eru kjarnsýrur erfðaefnisins. Vélbúnaðurinn eru próteinin (20stk) og smíðatól vélbúnaðarins eru ensimin sem hjálpa til við myndun próteinanna.
Ef einhverjar spurningar vakna upp skal ég gjarnan svara þeim. . . . .