Ég veit um mjög gott ráð gegn fótavörtum.. Ég var einu sinni með þannig á fætinum, hrikalega óþægilegt og alls ekki geðslegt. Ég var búin að fara oft og láta frysta þetta en það eina sem gerðist var að þetta minkaði kanski, en “mömmu” vartan hún fór aldrei alveg.. Ég hafði heyrt að legvatn frá rollu sem væri nýbúin að bera gæti hjálpað helling, Maður þyrfti að setja legvatnið beint ofaní skóna sína, þá ættu vörturnar bara að fara.. Gamallt húsráð en það virkar. Vinkona mín prufaði þetta.
Ég veit ekki hvort eitthver af ykkur hefur heyrt þetta áður, en svo eitthverstaðar heyrði ég að ef maður svæfi í sokkum þá myndu þær fara alveg.. ég prufaði þetta og viti menn, þetta bara snarhætti! Þetta er eitthvað útaf þegar fóturinn á manni svitnar þá er gott að láta svitann umleika vörtuna eða eitthvað þannig..
btw: Þessi mynd er ekki af mér..