Ég hafði hugsað mér að tileinka þessa grein minni hér.. henni MonicaLew en hún kom með svo ansi nett svar við fyrri grein hérna um Kvenfólk og Reykingar

Re: Reikingar og kvenfólk
eftir MonicaLew þann 23. apríl - 12:05

Speak for yourself, það er töff að reykja!
——————————————————————-

Ég vorkenni fólki sem reykir vegna þess að það heldur að það sé töff… ég sé alls ekkert töff við það að reykja..

Frekar verð ég þá ekki töff og sleppi því að reykja og get kanski bara dáið úr elli í stað þess að deyja langt um aldur fram úr eitthverjum helvítis krabba.. ég hef misst bæði Afa minn og Ömmu úr krabbameini.. bæði vegna reykinga.. og það er ekki fallegt að þurfa að horfa uppá svona.. alls ekki fyrir fjölskylduna og hvað þá barnabörnin..
Segjum að ég reyki, vegna þess að mér finnist það töff… og viti menn ég næ að lifa alveg heillengi.. öll orðin gul af nikótíni, neglurnar á mér gular og skemmdar, hrukkumyndunin alveg framúr öllu.. Hárið svona mestmegnis farið af eftir allar geislameðferðirnar mínar, lyktin útúr mér álíka góð og af hundsrassgati, lungun á mér gjörsamlega troðfull af slími og óþverra og ég þarf að rembast við að hósta og í hvert skifti sem ég hósta, þá fyllist munnurinn á mér af þykku slími… og það sem ég kanski væri minnst til í.. að draga á eftir mér bláan súrefniskút og vera með slöngu í nefinu.. vegna þess að ég get ekki andað án hjálpar.. Svo getur líka vel verið að ég sleppi við að draga kútin á eftir mér.. kanski verð ég svo heppinn að ég get bara fest hann við hjólastólinn minn, vegna þess að það kom drep í fótinn á mér svo það þurfti að taka hann af.. svo ég er bundin við hjóla stól það sem eftir er… en það er kanski ekkert svo slæmt.. Það eru ágætis gangar á spítalanum sem ég fer á, góð hjólastólaaðstaða.. Það verður líka að vera.. ég mun vera þar í nokkur ár.. einhvern vegin þarf ég að geta rúllað mér niðrí sjoppu í spítalalobby-inu til að kaupa mér plástur.. Því auðvitað má ekki reykja inni á spítalanum.. og ekki kemst ég út til að kaupa mér rettur… en ég losna kanski við stólinn áður en ég dey.. ég get þá bara verið rúmföst og dundað mér við það að skifta um nikótínplástra á mér.. jah eða beðið eitthvern um að gera það fyrir mig ef ég hef ekki heilsu í það…

Jáh.. það getur verið töff að reykja núna… en svona seinna meir… helduru að það eigi eftir að verða jafn töff.. það efast ég stórlega um!

Ekki miskilja mig.. ég er alls ekki að reyna að leika neinn Þorgrím Þráinsson.. ég vil bara reyna að benda ykkur sem haldið að það sé töff að reykja.. benda ykkur á hvað það er alls ekki töff… Það er frekar aumkunnarvert… Geta ekki unnið heilan vinnudag án þess að taka sér slatta af pásum til að skreppa útí smók… reyna að heilla hitt kynið með því að taka upp pakkann og púa sér eina rettu..
Það er ekkert að ástæðulausu að Börnun yngri en 18 ára sé bannað að kaupa sígarettur.. og að Sígarettur séu oft kallaðar Líkkistunaglar..
Hugsaðu þig allavega vel um áður en þú ákveður að vera svoldið töff og fá þér eina rettu.. og ef að þessi grein mín hefur ekki haft nein áhrif á þig.. þá skaltu bara reykja.. en þú skalt líka einnig byrja að safna svolitlum pening.. vegna þess að svona meðferðir, Spítalapláss, súrefniskútar, hjólastólar, Hárkollur eða fallegt höfuðfat.. að þetta er alls ekki gefins.. Þetta er rándýrt.. og hvað þá jarðarförin þín.. Hún kostar pening skal ég segja þér…!! ætlaru að láta fjölskylduna þína.. börnin þín.. manninn þinn.. ætlaru að skilja þau eftir í svaka skuld..