Ég vil byrja á því að segja að ég hef ekki hugmyn um hvort að
þessi grein á heima á þessu svæði eða einhverju öðru. Ég
ákvað að velja þetta svæði þar sem að reikingar eiga jú eitthv
að við heilsu að gera…þ.e.a.s. slæma heilsu.
Ég skrapp út á lífið í gærkvöldi sem er nú ekki svo óvenjulegt,
ég fékk mér nokkra bjóra og skemmti mér vel, sem er alls
ekki óvenjulegt heldur. Ég litaðist í kringum mig og skoðaði
stelpurnar, það er alls ekki óvenjulegt. Aftur á móti fannst mér
eitt vera óvenjulegt. Yfirgnæfandi meirihluti kvenfólksins á
staðnum sem ég var á reykti.
Nú er mín spurning til ykkar, bæði þeirra sem reykja og reykja
ekki, af hverju er þetta svona.
Nú er það staðreynd að reykingar stytta líf þeirra sem reykja,
eykur líkur á krabbameini, lungaþembu, hraðar öldrun
húðarinnar, svo ekki sé minnst á andremmu, sóðaskap,
slæma lykt og fleira og fleira. Listinn er langur og þið þekkið
hann flest.
Ég er þannig gerður að þegar ég sé stelpu sem mér lýst á þá
er það fyrsta sem ég athuga er hvort hún reykir. Sígarettan er
nefnilega eins og stórt graftarkýli á vörunum eða eitthvað
álíka. Algert turn off.
Í Los Angeles, eru allir staðir opnir til kl 2 að nóttu alla daga,
eftir það taka við sk. after hours klúbbar og það sem meira er.
Reikingar eru stranglega bannaðar alls staðar. Þeas það er
hægt að fara á djammið, skemmta sér og fötin lykta ekki eins
og þau hafi verið þvegin í öskubakka.
Þessi grein er kannnski ekki sú allra besta sem ég hef
skrifað, en hún verður að duga, því ég varð að segja mitt álít á
reykingum.
Hvað finnst ykkur? Stelpur finnst ykkur sígarettur vera turn on
eða turn off?
Kjartan