geðlyf eru ekki að leysa neinn vanda, þau hinsvegar leyna/minnka einkennin. spáðu í að setja plástur eða gefa parkódín við opnu fótbroti.
þunglyndi hefur nánast alltaf einhverja ástæðu, og hún getur verið eins misjöfn og mennirnir eru margir. það þarf því að finna ástæðuna (ef hún er hulin) og vinna úr því. það getur tekið langan tíma og erfiði, og þú mátt ekki búast við bata á einum degi.
sálfræðingar og geðlæknar eru ekki ein-stærð-fyrir-alla apparat, það þarf að prófa sig áfram og finna einhvern sem hentar. sumir eru freudískir og vilja að maður liggi á bekk og tali um draumana sína, aðrir virka meira eins og góður vinur eða undirmeðvitund með sjálfstæða rödd… ef þú skilur hvað ég á við.
það er líka mikill munur á sálfræðingi og geðlækni og allt annað nám sem þeir hafa að baki.
geðlæknir hefur lokið læknisfræðinámi og sérhæft sig svo í geðlækningum. þeir mega skrifa lyfseðla í bak og fyrir og leggja fólk inn á sjúkrahús ef þeim finnst ástæða til.
sálfræðingur hefur lokið löngu námi í sálfræði og fengið réttindi til að starfa sem slíkur.
ég legg til að að þú prófir þig aðeins áfram, hittir einn í einu, bæði sálfræðinga og geðlækna, þangað til þú finnur einhvern sem talar sama mál og þú. ef þú segist ekki vilja taka töflur, þá ættu þeir að virða það.
svo er annað, ég komst til dæmis að því á sjúkrahúsi þegar ég var þar í rannsókn, að ég er með óþol/ofnæmi fyrir fullt af lyfjum og get ekki tekið heilu lyfjaflokkana, eins og t.d. svefnlyf. ef ég tek svefnlyf þá virka þau ekki rétt hjá mér og ég fer bara í vímu, í stað þess að sofna. náttúrulega voða gaman, einu sinni eða svo, en hjálpar ekkert ef maður er með svefnleysi.
vona að þetta hjálpi…