Könnun um svefnvenjur hefur varpað ljósi á að fólk velur sér oft á tíðum mjög óvenjulega svefnstaði. Í ljós kom að einhver hafði valið sér svefnstað í skotturni í skoskum kastala! Annar á toppi eldfjalls og enn annar valdi sér svefnstað í líkvagni ofan á kistu!
Ein persóna svaf í leikfangadeildinni í Harrods versluninni í London. Þessi persóna var að leita sér að innblæstri fyrir skrif sín á barnabók. Einnig hafa nokkrir sofið í kirkjugarði og eftirtektarvert þótti að nokkrir höfðu sofið á hóteli nokkru sem bíður fólki á að sofa í hlekkjum!
Könnunin sýndi einnig að :
47% sváfu í náttfötum og 51% naktir, 2% sofa í nærfatnaði eða stuttermabol.
25% sögðu klassíska tónlist mjög svæfandi og góða á meðan 17% sögðu ástarlög virka svæfandi á sig.
Aðeins tveir af hverjum fimm sögðust frekar vilja vakna upp með maka sínum heldur en einhverjum öðrum! Þeir sem vermdu bestu sætin í þeim flokki hjá konum voru, Robbie Williams, Mel Gibson og Alan Rickman. Karlmenn völdu Jennifer Lopes og Catherine Zeta Jones.