Eitt sumarið ákvað ég að gera eitthvað í mínum málum, ég vissi samt alls ekki hvað ég gæti gert. Ég kynntist stelpu á einkamál og hún hafði lennt í svipuðu. Hún náði að telja í mig kjark og ég fór til læknis og sagði honum frá líðan minni. Ég var settur á þunglyndislyf og fór fljótlega að líða betur. Ég kynntist annari stúlku og við fórum að vera saman og hamingjan var aðeins farinn að láta sjá sig. Samt var ég svo bitur útí fortíðina og reiður útí lífið. Ég skammaðist mín soldið því ég átti enga vini en hún átti vini sem við hittum stundum og mér fannst það rosalega erfitt en vissi að það var áskorun sem ég varð að takast á við. Þessi stelpa var rosalega góð við mig og ég elskaði hana af öllu mínu hjarta, oft lá ég á næturnar og horfði á hana sofa og þakkaði guði fyrir að vera svona góður við mig, því mér fannst þrátt fyrir allt að ég væri ótrúlega heppinn. Með góðri hjálp fór ég svo til sálfræðings og vann markvist í mínum málum, ég náði ótrúlegum árangri og var orðinn verulega hamingjusamur og kominn með gott sjálfstraust og var farinn að kynnast fleira fólki. Við trúlofuðum okkur svo rétt fyrir jól og loksins var ég farinn að líta framtíðina björtum augum. Mér líkaði lífið og ég sofnaði sáttur á hverju kvöldi. Svo var einn daginn að þá var unnusta mín flutt út og var farin! Sagði að sambandið væri ekki að ganga. Ég var þá hættur á lyfjunum og allt orðið gott. Ég datt á þeim degi niður í djúp sem ég er enn fastur í. Í 2 mánuði kveið mig allan daginn fyrir að fara að sofa og ég brotnaði saman á hverju kvöldi og grét mig í svefn. Einnig hrökk ég oft upp á nóttunni með andfælum og fann hvernig hjartaði hamaðist í brjóstinu og ég fann fyrir lamandi kvíða yfir því að nýr dagur myndi renna upp. Mig langaði svo að deyja, ég pældi mikið í því að reyna að lenda í umferðsslysi eða einhverju. Ég prufaði að skaða sjálfan mig en ég hafði ekki nægan kjark til að gera neitt rótækt.
Ég er í fínni vinnu sem mér líkar vel í. Allaf þegar ég stimmpla mig inn finnst mér sjálfstrautið hjá mér aukast um 30%. Mér gengur vel í vinnunni og allir vita hver ég er og vita að ég stend mig vel. Ég er glaði strákurinn sem er alltaf af grínst og með glens. En það þekkir mig enginn í raun og veru og ég sýni öllum falska hlið á mér. Það býr alltaf í mér gamall ótti og mér gengur illa að treysta fólki. Stundum er ég hræddur um að verða hreinlega vinnualki. Ég á þó einn vin sem ég hitti oft og við erum að spila saman og semja lög og svona. Hann þekkir mig samt ekki í raun og veru. Einnig á ég góða vinkona sem mér finnst gott að hanga með en hún þekkir mig heldur ekkert of vel þó hún þekki mig nokkuð vel. Eina manneskjan sem þekkir mig er í raun mín fyrverandi kærasta, við erum góðir vinir enn í dag og lít ég á hana sem minn trúnaðarvin, ásamt einni vinkonu hennar sem er líka góðvinkona mín. En þetta er líf mitt. Eflaust þekkja þetta margir og aðrir ekki. Það er erfitt að lifa svona lífi þar sem maður er ekki maður sjálfur. Ég er samt alltaf að reyna og stefni uppá við og reyni að leggja mig allan fram. Ég verð að trúa því að það gangi ef ég á láta það takast.
Ef þið hafið nennt að lesa þetta er ég ykkur þakklátur – mig langaði bara að deila þessu með ykkur til að létta á hjarta mínu…
It’s not only the car your driving, It’s also the size of the arm hanging out of the window