Fór maður um daginn inná svona netcafé er kallast Bunker og er í síðumúlanum.Tók maður strax eftir því,eða öllu heldur fann reykingarbræluna um leið og maður steig inná staðinn.
Sá maður strax að sá staður væri ei lukkulegur sökum þess að tóbaks bakkarnir voru þarna við hliðina á tölvunum sem maður átti að spila á.Fór maður því niður tröppur og að ‘'reyklausa’' svæðinu og settist maður þar fyrir framan tölvu eina.En svo virðist sem reykinga lyktin kom niður frá efri hæðinni og niður á neðri hæðina.Má líka bæta því við að á þessum stað er ei þrifanlegt,því er maður kom niður sá maður að undir stiganum var heil hrúga af rusli sem ekki hafði verið tekið til heldur einfaldlega bara mokað undir stigann.
Sýnir þetta bara hve kærulausar starfsmenn þessa staðs eru og vonar maður innilega að nýjir eigendur taki við eins og stemmt er af í framtíðinni.
Komu þar fram tillögur á heimasíðu Bunkers hvort það ætti ekki einfaldlega að banna reykingar á staðnum og var meirihlutinn á því að svo skal vera.
Koma svo stundum krakkar þarna á staðinn og verða þeir fyrir alveg rosalegum óbeinum reykingum og hefur maður nátturulega áhyggjur af því.
Annars var það ekki fleira.