Persónulega mundi ég ráðleggja þér að ræða þetta við strákinn - hann verður að skilja það að sama hversu erfitt þetta er honum að þá er það virkilega niðurdrepandi/slítandi andlega fyrir “maka” að sitja og standa undir svona veikindum.
Ég mæli með því að þið skiljið - sem vinir - kannski tímabundið - en allavega á meðan veikindum stendur. þið getið sannarlega verið vinir áfram og þú verið honum styrkur en alger óþarfi fyrir þig að láta svona veikindi sem ekki eru að batna eyðileggja líf þitt líka. Ég er viss um að hann á nóg af vinum og vandamönnum sem standa líka við hlið hans en þar á meðal gætir þú líka verið - en ekki sem hans stoð og stytta - það er sálardrepandi að fara fram á eitthvað í þá áttina við nokkra manneskju.
Þér finnst þetta kannski kuldalegt af mér og fráhrindandi að segja þetta - en - ég á frænda sem er búinn að standa í svona veikindum í næstum 20 ár. Hann er enn að glíma við þetta og er hann í dag - eftir 20 ára baráttu - nær dauða en lífi! Samt er alltaf sagt “það er von” …
Hann var nýtrúlofaður þegar þetta gerðist og stendur hún enn við hliðina á honum - en hún er að gera alla brjálaða í kringum sig því hún er ein taugahrúga, drykkfelld, óreglumanneskja, barnlaus og reyndar virkilega óviðfeldin kona - allt vegna veikinda hans síðustu 20 ár!!!
Þó það sé hart að segja það að þá hugsa fáir um það hve erfitt það er hjá þeim sem alltaf “standa” við “hlið” þess sem er veikur. Einhvern veginn endar allt á herðum þess sem er sá “heilbrigði” og ef það er maki þá lendir allt á honum. Hins vegar ef það er engin maki til staðar þá er heill hellingur af vinum og vandamönnum sem poppa allt í einu upp í staðinn fyrir þennan eina maka sem áður hafði alla ábyrgðina og áhyggjurnar.
Kannski þarftu líka bara smá frí frá þessu - til að hlaða batteríin - en ég get sagt þér það að ef ég greindist með krabbamein og heilsan færi alltaf neðar og neðar - þá mundi ég líklega gera allt sem ég gæti til að “losa” maka minn úr þeirri kvöl og andstyggðar pínu sem það er að þurfa að standa og horfa uppá mig verslast upp. Ég mundi ræða við maka minn og annaðhvort skilja tímabundið eða jafnvel til frambúðar. Ég get fullvissað þig um að ef frændi minn hefði gert það þá hefði MJÖG mörgum liðið mun betur í dag!
Vona að ykkur gangi vel og vona að þið finnið góða lausn á ykkar málum.
Kveðja:
Tigercop sem missti móðurbróður í febrúar úr krabbameini og á nú í dag tvo móðurbræður í viðbót sem eru að berjast við krabbamein - en þeim er sagt að það sé “von” - sá sem dó í feb. átti líka heilmikla “von” þar til hann var allt í einu horfinn!