Sko…ég hef ekki hugmyn um hvort þetta passi hérna inn en ég ætla nú samt bara að prófa :)

Ég er 15 ára stelpa og auðvitað á þrosakskeiðinu. Stelpur á þessum aldri hugsa mjög mikið um útlitið og að ná í einhverja stráka og þannig :) það er nú ekkert slæmt að hugsa um útlitið finnst mér. Ég reyndar hugsa frekar mikið um útlitið þannig séð en vil ekkert vera að breyta mér. En ég er farin að hafa svolitlar áhyggjur af sjálfri mér eins og hjúkrunarfræðingurinn í skólanum mínum var líka með. Ég borða ekkert alltof mikið þó ég reyni að borða reglulega og svoleiðis. En ég er voða matvönd og ef það er mjög vont i matinn, að mínu mati, sleppi ég gjörsamlega að borða kvöldmatinn. En undanfarið hef ég bara farið í ísskápinn og skorið niður salat fyrir mig í staðinn fyrir eitthvað kjöt eða fisk. Ég hef ekki borðað fisk í örugglega meira en tvö mánuði! Ég hef alltaf annað hvort sett smá fisk á diskinn minn, beðið í smá stund og staðið upp og sagt svo ,, takk fyrir mig" og gengið í burtu án þess að borða eitt né neitt. Ég borða yfirleitt bara salat á daginn og hef lifað á því frekar lengi en auðvitað borða ég líka eitthvað annað svo sem eitthvað kex sem ég nart í, brauð og annað í þeim dúr. Það sem ég set í salatið er: paprika, tómatur, kál, melóna og svoleiðis, þó það skipti held ég ekki miklu máli hvað ég set í það held ég. En málið er að ég hef lést svo hrillilega undanfarið. Ég léttist fyrir nokkrum dögum um sirka 4 kíló á einhverjum dögum og þá viku eða minna sko. ég hef udnanfarið samt náð að halda þyngdinni frekar stöðugri í nokkra daga en fyrir sirka mánuði var ég bara að léttast og ég var að verða komin niður fyrir kjörþyngd. Ég er 160 cm og á að vera á bilinu 50-60 kíló en ég var að fara niður fyrir 50 kílóin sem er alls ekki gott. Ég fékk smá ráðleggingu hjá hjúkrunarfræðingnum en þau virkuðu ágætlega en þegar eg byrjaði að þyngjast aðeins þá fór ég að hætta að vilja þyngjast og vildi aftur fara að léttast. Þó að ég sé svona létt þá er ég alls ekki með sléttan maga, frekar myndi eg kalla mig feita heldur en granna, en vinkonur mínar voru frekar hræddar um að ég væri að fá anorexíu og ég var að velta því fyrir mér hvort þetta gæti endað með þeim afleiðingum ef ég held áfram að hugsa svona mikið um þyngdina og að borða endalaust bara salat. ég er ekki að taka nein vítamín eða neitt svoleiðis en ég tek lýsi á hverjum degi. Ég hef líka fengið mjög oft svona svimaköst og þá oft a´dag og meira að segja þegar ég er liggjandi í rúminu. Vildi bara fá smá ráðleggingu frá ykkur ef þið hafið einhverja hugmynd um það hvernig ég held aftur þyngdinni stöðugri og hvernig má bæta þetta með matarvenjurnar (meina þá af því að ég er svo matvönd).
Með fyrirfram þökk
Aqulera