Fyrir 5 árum (þegar ég var 9 ára) fór ég að fá eitthvað exem í hársvörðinn sem versnaði síðan bara og versnaði þangað til að þetta var orðið virkilega slæmt og komið út um allann líkamann. Síðan þegar ég var 12 ára fór ég til húðsjúkdómalæknis sem sagði mér að ég væri með psoriasis. Ég er búin að halda því virkilega vel niðri í tvö ár,aðallega með sterakremum en það er alltaf að versna! Á veturna er ég alveg hræðileg,kuldinn fer svo illa í húðina á mér! Svo er ekki gott að nota sterana mikið,þeir geta þynnt húðina svo mikið og verið slæmir fyrir húð&heilsu í of miklu magni. Hvað get ég eiginlega gert? ég get ekki notað sterakremin endalaust! eru ekki einhverjar aðferðir til að gera þetta aðeins skárra? a.m.k í andlitinu! fólk glápir á mig eins og það sé eitthvað að mér þegar ég er sem verst! mér líður alveg hræðilega illa út af þessu stundum! t.d þegar ég er í sundi með vinum mínum og allir eru með fullkomna og slétta húð og ég er með þetta exem mitt! ég er mjög ánægð með mig annars,en húðin eyþileggur allt sjálfsálitið!Sumum er sagt að fara í ljósabekki en það eykur hættuna á húðkrabbameini…
Ef einhver ykkar er með psoriasis og vitið einhverjar aðferðir til að gera það skárra,getiði þá sagt mér þær? og til að reyna að láta mér vera sama þegar fólk glápir á exemið…
Ég vona að þið getið hjálpað mér,því að ég veit ekki hvað ég get gert!