Mig hefur lengi langað að gera smá grein sem fjallar um bæði hvernig það er að vera með aukakíló utan á sér, hvernig á að losna við það og hvernig áhrif það hefur á mann.
Við byrjum söguna á því að þegar ég var yngri átti ég við að stríða félagsfælni, ég var mjög feiminn við fólk og svo þegar ég var 17 ára fór ég að fitna talsvert og var mest orðinn 115 kíló þegar ég var 18 ára gamall. Ég hafði alltaf verið grannur þegar ég var yngri enda á fullu í íþróttum en svo þegar ég þurfti að hætta því vegna tímaleysis og fór að éta óhollara og óhollara fór allt að gerast og ég byrjaði að blása út. Mér leið mjög illa svona, hafði ekki neitt sjálfstraust og var voða mikið einn alltaf og líf mitt á þessum tíma mjög óspennandi. Svo einn dag í lok janúar ákvað ég bara hingað og ekki lengra og ætlaði að taka mig á. Það fyrsta sem ég gerði var að breyta mataræðinu mínu, ég hætti að borða snakk, nammi, ís, franska, hamborgara og fleira og fleira auk þess sem ég hætti að drekka kók. Svo keypti ég mér líkamsræktarkort í world class og fór að fara reglulega til að brenna og hreyfa mig auk þess sem ég fór stundum út að skokka eða labba. Árangurinn byrjaði fljótt og fljótt að koma í ljós, alltaf fleiri og fleiri kíló að fara utan af mér og loks einu ári eftir að ég ákvað að taka mig á hafði ég misst samtals 40 kíló! . Ég notaði engin svona efni eins og herbalife eða fitubrennslutöflur eða neitt í þeim dúr heldur var þetta bara allt saman viljinn og aginn sem gilti hjá mér. Ég lærði rosa mikið á hvernig á að borða( 6 máltíðir á dag) og bý ennþá að þeirri reynslu sem ég gekk í gegnum með þetta, hef aldrei fallið í þá gryfju að fitna aftur enda borða ég nokkuð hollt og hreyfi mig reglulega. Hef reyndar viljandi bætt á mig nokkrum kílóum frá þeim 75 kílóum sem ég fór niður í enda var ég þá orðinn full léttur miðað við hæð mína.
Þetta breytti því hjá mér að ég fékk miklu meira sjálfstraust og leit mun betur út og svo losnaði við þessa feimni sem hafði einkennt mig á yngri árum, sérstaklega þegar kemur að kvenfólki og ég er bara mjög sáttur með sjálfan mig í dag :)
Þetta gerðist allt saman fyrir þremur til fjórum árum síðan, tók mig á í janúar 2000 og ári seinna var allt búið að breytast og ég get sagt að líf mitt hefur breyst umtalsvert mikið síðan þeir dagar voru að ég var í ruslfæðinu alla daga og hreyfði mig varla neitt.
Minn tilgangur með þessari grein er fyrst og fremst sá að segja mína sögu um þetta og svo einnig að þið getið gert allt ef þið hafið viljann og agann í það, ekki trúa á svona rugl eins og á þennan atkins kúr eða einhverjar svona skyndilausnir( og já ég veit alveg hvað ég er að tala um, veit mjög mikið um líkamsrækt og hreyfingu og mataræði og þess háttar og get alveg fullyrt að það er engin skynsemi í svona kúrum eins og atkins, ef þið eruð ósammála þá endilega komið með rök á móti því)
“If you stole a pen from a bank then would it still be considered a bank robbery”?