Fælni eru miklu algengari en fólk heldur og til eru um 600 mismunandi tegundir af fælni. Fælni er í raun ofsakvíði við ákveðnum aðstæðum eða fyrirbæri. Sum fælni eru vel þekkt eins og t.d. hræðsla við skordýr eða við að lokast inni. Hér eru nokkur dæmi um óalgeng fælni:
Papaphobia: hræðsla við páfann
Genuphobia: hræðsla við hné
Thaasophobia: hræðsla við að sitja
Selenophobia: hræðsla við tunglið
Octophobia: hræðsla við töluna 8
Melophobia: hræðsla við tónlist
Didaskaleinophobia: hræðsla við að fara í skóla
Euphobia: hræðsla við að heyra góðar fréttir
Philophobia: hræðsla við að vera ástfanginn
Russophobia: hræðsla við Rússa
Og uppáhaldið mitt:
Parthenophobia: hræðsla við ungar stúlkur eða hreinar meyjar.
Þrátt fyrir mikinn fjölda af mismunandi fælnum eru í raun einungis þrjú fælni:
1. Félagsfælni
2. Víðáttufælni
3. Hræðsla við ákveðna hluti t.d. kóngulær
Þessum þremur er svo hægt að flokkar sem eitt fælni, hræðsla við að missa stjórn á aðstæðum. Um það snúast í raun öll fælni.
Einkenni fælni eru t.d skjálfti, örari hjartsláttur, sviti, ógleði og jafnvel ótti við að deyja. Sá sem er svo óheppinn að vera haldinn einhvers konar fælni gerir allt sem hann getur til að forðast aðstæður sem valda því. Þetta eykur hræðsluna og gerir illt verra.
Ég var sjálf haldin víðáttufælni sem ég er að mestu komin yfir og því þekki ég einkennin allt of vel. Svona fælni hefur oftar en ekki áhrif á allt líf manns og hindrar mann í að nýta sér allt sem lífið hefur upp á að bjóða. Því hvet ég alla sem telja sig vera haldna fælni af einhverjum toga að leita sér hjálpar. Til eru kvíðastillandi lyf sem hjálpa manni að minnka kvíðann. Bestu aðferðina fær maður þó hjá sálfræðingi. Þeir leitast við að finna rót fælninnar og upptök. Slökun er einnig góð aðferð en hún byggist á því að sjúklingurinn er látinn ímynda sér aðstæður sem valda kvíðanum og horfir í augu við þær. Sálfræðilegar aðferðir hafa reynst árangursríkastar.
Erfiðast er að koma sér í þær aðstæðurnar sem valda kvíðanum því þá er sjúklingurinn oft búinn að forðast þær í áraraðir. Það tók mig t.d 3 ár en það var svo sannarlega þess virði og alls ekki eins erfitt og ég bjóst við. Einnig er gott að verðlauna sjálfum sér ef manni tekst að horfast í augu við kvíðann og yfirstíga hann (þó það sé í raun ómetanleg verðlaun út af fyrir sig!).
Orsök er oft innbyggður kvíði eða öryggisleysi. Einnig geta atvik í bernsku valdið fælni. Mikilvægt er að komast að orsökinni til að yfirstíga fælnina því maður getur ekki breytt því sem maður viðurkennir ekki, eins og Dr. Phil segir ;)
En með þessari grein vil ég hvetja alla sem eru haldnir fælni að leita sér hjálpar og yfirstíga óttan og jafnframt að fræða almenning um algengi fælna. Fælnin dofnar ekki með árunum – ég lifði í þeirri blekkingu lengi vel – heldur versnar.
Gangi ykkur vel!