Fyrir þá sem að ekki vita hvað “atkins” er þá er það kúr.
Kúr sem að virkar mjög vel.
Á íslensku vilja fólk oftast kalla hann kolvettniskúrinn vegna þess að þegar að maður er á atkins þá þartu að huga mjög vel á því að borða ekkert kolvettni. Ég þekki konu sem hefur verið á þessum kúr í 8 mánuði og hefur lést um 8 kg.

Ég ættla að láta inn nokkrar upplýsingar fyrir þá sem að vilja fræðast eða byrja á atkins kúrnum.
1 hluti. Inngangur:
Í Inngangi snoggskiftum við um brennsluaðferð með því að takmarka kolvettnishneisluna um 20 gr. Þessi kolvetni fást að mestu úr 3 mælibollum af grænmeti. Próteinneysla er frjáls að skynsamlegu marki og ekki þarf að forðast fitu nema herta jurtafi(transfitusýrur).

Fyrstu vikuna á þessum kúr líður manni ekki vel, því að þá losnar mikið vatn, og þarf því að drekka mikið vatn, taka fjölvítamín og Lýsi.
Inngangurinn þarf að vera í minst 2 vikur eða meira ef að viðkomandi þarf að grennast mjög mikið. Þetta er álagstími fyrir lifur sem vinnur nauðsynlega orku úr fitubirgðum líkamans og nýrun vegna aukinnar próteinneyslu. Þarna er léttingin hröðust og þetta er einnig auðveldasti hlutinn. Mikilvægt er að hafa góðar trefjar á matseðlinum, t.d. Husk trefjar sem fást í apótekum.

2 hluti. Áframhaldandi létting:
Þá þarf maður að auka kolvettnishneisluna um 5gr/ á dag vikulega. Sagt er að gott er að bæta því við matseðilinn sem að maður hefur saknað mest í innganginum, t.d ávöxtum og berjum en í leifilegu magni. Núna máttu setja morgunkorna í AB mjólkina þína, Aðeins á morgnanna og ekki mikið.
Við fylgjumst með vigtinni og þegar létting hættir þá höfum við fundið okkar kolvetnismörk. Við minnkum aftur neysluna um 10 grömm og höldum henni þar til við erum 2 - 5 kílóum frá takmarki okkar

3 hluti.
Í þriðja hluta höldum við okkur rétt fyrir neðan kolvettnismörk og missum síðustu 2-5 kílóinn mjög rólega. (hugsanlega á nokkrum mánuðum).

4 Hluti.
Í 4.hluta höldum við okkar kjörþyngd til frambúðar og gætum þess að fara ekki meira en 2 - 5 kíló frá henni. Ef það kemur fyrir þarf að laga það strax með því að skipta yfir í 1. eða 2. hluta þar til þyngdin er komin í lag.


Ekki er nauðsinlega að hreyfa sig með þessum kúr, en gott er að hreifa sig hálftíma á dag, 3 í viku.
Passið ykkur of mikil hreyfing er ekki góð fyrir þá sem eru á atkins.


Hér fyrir neðan koma nokkrar Uppskriftir fyrir þá sem eru á Atkins:

1) Mogunmatur: Skyrhristingur:
Þessi hristingur er ættlaður fyrir 4 fullorðna, og tekur aðeins 5 mínótur:
Þú þarft:

-500 g Skyr, hreint, vanilla eða ástaraldin-
-4 Jarðaber-
-1 Banana-
-Nokkra Klaka-
-2 mts rjómi-

Blandið síðan þessu öllu saman vel í hakkara

2) Morgunmatur-Skyr með hveitiklíði og rjóma:
Fyrir 1 fullorðinn;
Þú þarft:

-170 gr skyr hreinnt-
-2 msk hveitiklíð-
-4 mts rjóma-

Hellið síðan hveitiklíðinni yfir skyrið, hrærið í og hellið rjómanum yfir.

3) Morgunverður-Rækjur og Kál:
fyrir einn fullorðin og tekur aðeins 3 mín:
Þú þarft:

-100 gr rækjur-
-50 gr kál-
-50 g Gúrka-
-2 msk köld hvítlaukssósa eða graslaukssósa (ath. kolv.innih.)-

Rækjur, kál og gúrkubitar. Allt sett á disk og sósan höfð með.

4) Morgunverður-rækjuréttur.
Fyrir einn fullorðin og tekur aðeins 3 mín.

Þú þarft.

-100 g Rækjur-
-50 g Kál. (T.d. Jöklasalat frá Hollt & Gott)-
-Nokkrar sneiðar af blaðlauk-
-2 harðsoðin egg-
-2 msk Majones (Venjulegt, ekki léttmajones)-

Blaðlaukur skorinn í sneiðar. Harðsoðin egg skorin í báta.
Allt sett á disk ásamt smá skammti af majonesi.

—————————————— ———————-

1) Aðalréttur - Kjúklingur Abodo.
fyrir 4 fullorðna:

Þú þarft:

240 ml. edik (1 bolli)-
-2 stk. hvítlaukur, pressaður-
-1 stk. lárviðarlauf-
-1 1/2 tsk. heil piparkorn, léttmulin-
-118 ml. sojasósa (reduced-sodium) (1/2 bolli)-
-6 stk. heil kjúklingalæri-
-240 ml. (1 bolli) vatn-
-3 tsk. canola olía-

1) Notið stóra glerskál, blandið saman edikinu, lauknum,lárviðarlaufinu, piparnum og sojasósunni; setjið kjúklinginn í skálina og berið maríneringuna á. Lokið með plastfilmu og setið í ískápinn í 1 klukkustund.
2) Takið kjúklinginn úr ísskápnum ásamt kryddblöndunni og setjið á pönnu. Bætið vatni við og sjóðið við háan hita. Setjið lok á pönnuna og lækkið hitann og látið malla í 20 mín.Takið kjúklinginn og setjið á disk. Sjóðið soðið þar til það minnkar niður í ca. 1 bolla u.þ.b í 10 mín. Látið sósuna kólna og látið í kastarollu, fleytið fituna af soðinu og hitið aftur.
3) Þurrkið kjúklinginn létt með pappírsþurrku. Hitið olíu á pönnu. Brúnið kjúklinginn í ca. 2 mín. á hvorri hlið . Kjúklingurinner borinn fram með heitri sósunni.

2) Aðalréttur- Kjúklingavasar:
fyrir 4 fullorðna:

Þú þarft:
-2-3 grillaðar kjúklingabringur-
-3 msk hvítvínsedik-
-1/2 bolli ólífuolía-
-1 tsk Dijon sinnep-
-1 msk steinselja, söxuð-
-1 msk skallottlaukur eða púrra, saxað-
-4 msk spínat, saxað-
-1 græn paprika, fínt söxuð-
-8 stór spínatblöð, þvegin og þerruð-


Skerið kjúklingabringurnar í litla bita.
Setjið í matvinnsluvél; edik, ólífuolíu, sinnep, steinselju, skallottlauk, saxaða spínatið og paprikuna.
Blandið þar til úr verður græn salsasósa.
Setjið ríflega 1 msk af kjúklingabitum í miðjuna á hverju spínatblaði.
Setjið ríflega 1 msk af salsasósunni ofan á kjúklinginn.
Brjótið upp á spínatblöðin að ofan og neðan og leggið þau saman svo úr verði nokkurs konar vasar.

Vona að þetta hafi komið eitthvað að gagni og verið fróðlegt.
-Peli-