Get ég grennt mig án sér fæðis, mikillar leikfimi eða sveltis? Já, það getur þú!
1. Drekktu vatn í staðinn fyrir að borða snakk og sælgæti. Það er ódýrara og heilbrigðara!
2. Hafðu ísskápinn alltaf hálftóman! Þú sparar peninga og hlífir sjálfri þér við óþarfa freistingum.
3. Kryddaðu lífið. Kryddaðu matinn þinn með t.d. engifer, jalapeno, pipar og öðrum sterkum kryddtegundum. Sterk krydd geta nefnilega aukið brennsluna um 25%.
4. Góður nætursvefn. Já, þetta höfum við allar heyrt áður. En vissir þú að þegar konur sofa eykst brennslan um 40%?
5. Verslaðu skynsamlega inn. Taktu innkaupalista með þegar þú ferð út í búð, þú eyðir minna og kaupir engan óþarfa.
6. Ekki borða seint á kvöldin. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið höfum við meiri lyst á að borða seint á kvöldin ef það er mjög dimmt í herberginu sem að við sofum í. Reyndu því að fara í rúmið þegar það er ekki orðið kolniðamyrkur. Þú getur líka gert svefniherbergið þitt bjartara! Þá þarftu ekki að fara í rúmið þegar “Friends” eru að byrja í sjónvarpinu.
7. Borðaðu ALLTAF morgunmat! Eins og þú veist er morgunmatur mikilvægasta máltíð dagsins! Og góður skammtur af morgunmat sér til þess að þú borðar ekki yfir þig í hádeginu!
8. Borðaðu “rétta” sælgætið. Einn brjóstsykur inniheldur ca. 20 hitaeiningar, ef þú ert dugleg getur þú notið hans í 20 mínútur! 500 hitaeininga ís með dýfu nýtur þú aðeins í 10 mínútur. Vissir þú að það er að meðaltali 60% fita í ís úr vél (af meðalstærð)? Slepptu þessu feita og ef þú þráir eitthvað sætt, haltu þig þá við brjóstsykur, svartan lakkrís og hlaup.
9. Notaðu tröppurnar í stað lyftunar.
10. Keyptu sippuband. Þú færð góða þjálfun út úr því að sippa og svo er það mjög gaman. Þú færð stinna handleggi, lappir og maga.
11. Æfðu rassinn. Þegar þú situr í vinnunni, skólanum, í bílnum eða í sófanum heima, klemmdu rasskinnarnar þá saman ca. 50 sinnum, það dregur úr streitu og svo færðu stinnan rass í kaupbæti!
12. Hagaðu þér bjánalega. Þó að þú hafir kannski ekki tíma til að fara í leikfimi geturðu hreyft þig. Farðu í sokka og skautaðu um allt eldhúsgólfið í 10 mínútur og þú brennur 150 hitaeiningum!
13. Taktu tvær tröppur í einu þegar þú gengur upp tröppurnar. Með því að hoppa yfir eina tröppu þvingar þú fæturna og rassinn til að vinna meira. Og þegar maður hreyfir sig losar heilinn út efni sem gefur þér vellíðunartilfinningu!
14. Leggðu þig fram í garðvinnunni. Reyttu arfa upp með rótum og sláðu grasið á gamaldags hátt. Eftir tveggja tíma garðvinnu getur þú hafa brennt 500 hitaeiningum. Þú getur auðveldlega náð sambærilegum árangri með því að ryksuga, þvo gólf, pússa glugga o.s.frv.
15. Keyptu nokkur æfingamyndbönd. Það er eins og að hafa heilsuræktarstöð í stofunni.
Á þennan hátt getur þú sloppið við leiðinlega megrunarkúra og yfirfullar heilsuræktarstöðvar!
Vonandi hjálpar þetta eitthvað !!