Ég hef aldrei verið í eðli mínu predikari, en ég get samt ekki orða bundist vegna þess að mér finnst skelfilegt hvað mikið af ungu og velgefnu fólki reykir á árinu 2004. Það vita allir hvað þetta er óhollt og beinlínis skaðdrepandi en samt finnst mér eins og þetta sé ekkert að minnka. Kannski á þessi grein ekki heim á þessu áhugamáli en mér finnst samt að það sé skárra að senda hana hingað en í dægurþrasið. Ég vinn á fjölmennum vinnustað og með mikið af ungum krökkum, mér finnst skefliegt hvað mikið af þeim reykir og það mikið. Ég hef aldrei reykt en get samt skilið að það sé erfitt að hætta en hvers vegna byrja svona margir á því að reykja og það á þessum tímum þegar að mikil og öflug fræðsla á sér stað? Getur verið að afþreyingarmiðlar eins og kvikmyndir eigi sinn þátt í því? Það er reykt mikið í mörgum kvikmyndum, ég held stundum að það sé enn verið að gera út á að það sé “töff”. Í sjónvarpinu var t.d nýlega sýnd myndin´“ Í skóm drekans” og þar var svo mikið reykt að ég hef aldrei séð annað eins. Allt sendir þetta skilaboð til unglinga og ungs fólks, um að þetta sé kannski í lagi en þetta er ekki í lagi, því fer víðs fjarri. Hvað finnst ykkur? Erum við á réttri leið eða er okkur að bera af leið?
September.