Árið 1998 voru aldraðir á Íslandi um 28.000 talsins.
Samkvæmt skilgreiningu OECD teljast þeir aldraðir sem náð hafa 65 ára aldri. Hér á landi er hin opinbera skilgreining þó iðulega miðuð við þau tímamót þegar fólk telst til ellilífeyrisþegna eða við 67 ára aldur. Hópur aldraðra spannar því æði breitt aldursbil, eða allt frá 67 ára og upp úr. Því verður varla sagt að aldraðir séu einsleitur hópur. Það er ekkert náttúrulögmál að áttræð manneskja eigi erfiðara með að bjarga sér en sú sem er 67 ára.
Stór hópur þeirra sem tilheyra þessum aldurshópi tekur þátt í einhvers konar íþróttum, en þó einkum þeir yngri.
Eldri borgarar sem stunda líkamsrækt eiga að fylgja sömu meginreglum og allir aðrir hópar, en þó verður að taka tillit til líkamlegs ástands hvers og eins – þar gætu nokkur aukakíló til dæmis haft eitthvað að segja.
Ef þú hefur grun um að gæta þurfi að einhverjum þætti heilsufars þíns í tengslum við líkamsræktina, hafðu þá samband við lækninn þinn.
Hreyfing sem liður í megrun
Hreyfing eykur orkunotkun og getur því átt þátt í að maður léttist. Við þurfum bara að ákveða að innbyrða færri hitaeiningar og brenna fleiri til þess að losna við fituforðann.
Þá getur hreyfing skipt sköpum. Með því að hreyfa okkur brennum við fleiri hitaeiningum. Það getur stuðlað að því að of feit manneskja, sem hefur lokast inni í vítahring hreyfingarleysis og orkuleysis, sem aftur leiðir til þess að hún fitnar enn meir, brýst út úr vítahringnum: Aukin hreyfing stuðlar að meiri orkunotkun og þar með fer manneskjan að léttast.
Að því tilskildu að orkuneyslan sé sú sama og áður.
Vandamál tengd offitu
Þeir sem eru of feitir eiga oft við bæði líkamleg og andleg vandamál að stríða. Þeim sem einkum finna til sálrænna vandamála sökum offitunnar er ráðlagt að skrá sig á námskeið þar sem fengist er við þess háttar vandamál.
Hvað varðar líkamlega sjúkdóma tengda offitu getur hreyfing komið mörgum að gagni til að fyrirbyggja þá eða draga úr einkennum. Rannsóknir hafa sýnt að líkamsþjálfun er forvörn gegn æðakölkun og þar með hjarta- og æðasjúkdómum. Sömu sögu er að segja um háan blóðþrýsting, aldurssykursýki og verki í vöðvum og liðum.
Þjálfun er til góðs fyrir þá sem eru of feiti