Aromatherapy er fræðiheiti markvissar meðhöndlunar með ilmkjarnarolíum undir eftirliti fagmanns.
Ilmkjarnaolía er olía unnin úr hreinum ilmkjörnum jurta, fengnar með eimingu.
Eftirfarandi greinagerð er ákveðin tilraun eða rannsókn á virkni nokkura ilmkjarnaolía. Athugað var hvernig og hvort þær hefðu læknandi áhrif á heilsufar móður minnar.
Móðir mín hefur átt við krónískan asma að stríða undanfarin 12 ár.
Vandamál þetta byrjaði við 9 ára aldur hennar en bólaði asminn ekki á sér eftir 11 ára aldurinn fyrr en hún var barnshafandi af sínu þriðja barni 33 ára gömul.
Þá varð hún mjög veik vegna asma sem kom í bylgjum og varð enn verri í köldu veðri og vindum.
Einnig jókst asminn þegar móðir mín var undir álagi og streitu og þegar hún varð veik af flensu eða kvefi notaði asminn tækifærið og gerði sig heimkominn í öndunarfærum hennar.
Móðir mín hefur þá nokkrum sinnum farið til ofnæmislæknis og þar af leiðandi farið í ofnæmispróf en án árangurs. Ekki fannst nein skýring en krónískur asmi.
Þegar verkefni þetta er unnið þá er móðir mín nýbúinn að vera mjög veik vegna flensu. Hún hefur tekið sýklalyf vegna hennar og fann hún fyrir mikklum eymslum í öndunarfærum í kjölfari veikinda sinna.
Sár sársauki í lungnaberkjum var þá afgerandi mikill um það leyti sem hún var að ná sér af flensunni því að þegar hún var með flensueinkennin þá blossaði einnig upp mikil bólga í lungum ásamt slími sem olli henni óþægindum í öndunarfærum.
Þegar hún hafði náð sér góðri af flensunni þá var hún en afar viðkvæm í lungum,með slæman hósta og enn talsvert slím í lungum.
Ég meðhöndlaði móður mína með því að láta hana anda að sér ilmkjarnaolíuna eucalyptus frá shirly price.
Eucalyptus er þekkt fyrir að vera góð fyrir öndunarfærasjúkdómum eins og asma, bronkitis, kvefi og heymæði. Einnig er hún hentug fyrir streitu og lélegri blóðrás. Þá er hún afar slímlosandi og hvetjandi.
Móðir mín notaði 3-4 dropa, nuddaði þeim saman í lófunum og andaði að sér. Frá lófum móður minnar barst olían sem úði inn í lungun og þaðan í blóðrás. Frá blóðrásinni kom verkun hennar víða við eins og til hjarta, lifrar,bris,líkamsvefja og æxlunarfæra. Áður en hún endaði í blöðrunni var staldrað við í húð og nýrum.
Á fyrsta degi andaði hún olíunni að sér á tveggja tíma fresti. Eftir það þá notaði hún hana 5 til 6 sinnum á dag.
Ég sem meðhöndlari nuddaði móður mína með svæðanuddi þar sem ég einblínti þá sæerstaklega á iljarsvæði lungna og ristarsvæði lungna ásamt svæði barka,þindar,sólar plexus og viðbragðsvæði beinagrindar(rifbeina).
Móðir mín fann batamerki flótlega eftir að hún byrjaði að nota olíuna eða um nokkrar klukkustundir. Þá fann hún til léttleika í öndunarvegi og sársauki í lungaberkjum dofnaði. Tilfinning um bólgu í lungum minnkaði mikið og talaði Móðir mín um hversu fljótvirk henni fannst áhrif olíunar vera. Þess má geta að móðir mín hefur ekki þurft að taka sín reglulegu asmalyf á meðan hún hefur notað eucalyptus olíuna. Ekki nóg með það heldur upplifði hún mikinn hósta og aukið slím í lungum áður en hún byrjaði að nota olíuna en þessir tveir kvillar hafa minkað alveg ótrúlega mikið síðan að olían kom til sögunar. Móðir mín segir að henni líði mikklu betur eftir notkun olíunar og finni gríðarlegann mun.
Orsakir þessa öndunarkvilla sem móðir mín hefur á sér rætur að rekja frá því hún var á barnsaldri. Ekki er henni né mér kunnugt um orskair þessa vekinda hennar að fullu en nokkuð er víst að asminn er fljótur að koma upp þegar líkamstarfsemi hennar er veik fyrir.( samanber kvef og flensa.)
Þegar ég fór að kanna mataræði og lifnaðarhætti móður minnar aðeins betur þá kommst ég að því að hún mætti taka sig á hér og þar í sínu daglega lífi.
Hún drekkur kaffi daglega með mjólk út í. Mjólk er slímmyndandi og kaffi er algert eitur á margann hátt. Einnig er ekki mikið um bætiefna búskap hjá móður minni og hún mætti vera mun duglegri að borða rétt fæði.
Mínar ráðleggingar til hennar voru að hætta að drekka kaffi,mjólk og slímyndandi fæði á borð við sykur,hveiti og ger. Mín fæðuráðgjöf til hennar var fyrst og fremmst að borða samkvæmt hennar blóðflokk.
Varðandi bætiefni ráðlagði ég c vítamín við streitu og b vítamín svo auðveldara væri að eiga við fráhvörf kaffidrykkjunar. Einnig nefndi ég bætiefnið Spyrolina sem heilsusamleg viðhengi.Einnig benti ég henni á að huga að öndun og að anda dýpra. Þá mælti ég til að hún yrði að slaka betur á og vinna betur í sjálfun sér varðandi það að spara og styrkja sína eigin orku. Mikilvægt væri að stunda hugleiðslu og samskonar slökun sem færði henni hugarró. Ég taldi það einnig afar mikilvægt fyrir hana að drekka viðeigandi jurtate sem hefði góð áhrif á öndun. Í heilsubúðum Reykjarvíkursvæðisins má finna slík jurtarte sem styrkja öndunarveginn og þar er einnig hægt að fá ráðgjöf hvaða te skal nota.
Ég lét móður mína einnig nota aðra olíu sér til innöndunar samhliða eucalyptus olíunni en það var Rosmaryn.
Markmið notkun hennar var að efla andlega líðan móður mínar eftir þessi veikindi þar sem hún þurfti að glíma við nokkuð álag samhliða veikindum sínum. Rosmaryn er einnig góð við öndunarerfiðleikum og notaði móðir mín hana eins og eucalyptus, semsagt með innöndun.
Niðurstaðan er sú að eucalyptus olían virkar ótrúlega vel og er móðir mín allt önnur. Hún þjáist ekki lengur af erfiðleikum varðandi öndun né heldur af sárindum í lungnaberkjum. Hósti hennar er mikklu minni og slímmyndun í lágmarki.
Þar sem orsakir asmaveiki móður minnar er ennþá óþekkt og hún ennþá líkamlega veikburða á annan hátt (ónæmiskerfi lélegt,tíðir höfuð verkir,lítil úthald) þá mun ég halda áfram að rannsaka hana og meðhöndla hana en eitt er ljóst að streita langvarandi streita og gríðarlegt álag virðist vera eitt helsta vandamál hennar. Það mun vera næsta mál á dagskrá. En þangað til þá óska ég lesendum góðar stundir.