Mig langar aðeins að vekja athygli á kvíðaröskunum. Ég sjálf þjáist af bæði félag og einstakri fælni, svo fékk ég oft kvíðaköst. Verð ég að segja að það er mjög erfitt að þjást af þessu. Ég átti erfitt með svefn, ég hræddist að fara í skólan, lyftur, vinnuna og svo var það hræðsla við að keyra, fljúga og mjög marga aðra hluti. Ég var alltaf stressuð og átti virkilega erfitt með að einbeita mér.
Þetta ástand mitt byrjaði að hafa rosaleg áhrif á samband mitt við fjölsk., kærastan og skólan Ég var búin að falla á mætingu í mörgum fögum og reyndi að forðast kennara og aðra í skólanum. Ég vissi sjálf að þetta var ekki eðlilegt og ég vildi losna úr þessu ástandi.
Ég vissi ekki hvert átti að leita þannig ég snéri mér að netinu og fór að leita eftir úræðum. Af algeri tilviljun rakst ég á heimasíðu hjá sálfræðingum og sendi einum tölvupóst. Ég fékk strax svar og út frá því pantaði ég tíma hjá þessum sálfræðingi. Ég fékk mörg ráð og leiðir til að reyna að komast úr þessum vítahring.
Ég þrýsti á mig til að byrja að gera allt það sem ég hræddist svona rosalega. Byrjaði að taka lyftur fram og til baka. Þangað til að óttinn við þær hvarf. Núna hef ég ekki eins mikinn fælni en hún poppar upp öðru hverju.
Vil ég bara með þessari frásögn vekja þá sem eru í þessari stöðu að leita sér hjálpar. Ég ætla að setja hérna inn með einkenni þess að vera með kvíða. Þarf einstaklingur að hafa minnst 4 eftirfarandi:
1. Oföndun, sterkan hjartslátt eða háan blóðþrýsting.
2. Sviti
3. Skjálfta eða titring.
4. Öndunartruflanir eða þrengsla-tilfinning.
5. Köfnunartilfinning.
6. Sársauki eða óþægindi fyrir brjósti.
7. Flökurleiki, óþægindi í maga.
8. Svimatilfinning, óstöðuleiki, vímu eða yfirliðstilfinning.
9. Hugarrofstilfinning.
10. Hræðsla við að missa stjórn á sér eða brjálast.
11. Ótti við að deyja.
12. Lömunartilfinning.
13. Kulda eða hitaköst.
(þessa töflu fékk ég úr bók eftir Kristján Guðmundsson. Um flokkun geðraskana.)
Eitt svona að lokum þá finnst mér að betur ætti að byggja börn upp í að flytja fyrirlestra, standa og tala fyrir framan aðra. En ekki eins og þetta var þegar ég var í grunnskóla þá var maður tekinn upp á töflu kannski 1 sinni á ári. Mér finnst vegna þessa ekki vera neitt skrítið að unglingar hræðast fyrirlestra svona mikið.
Kveðja
Plebba