Hópur vísindamanna tilkynnti í seinustu viku að þeir hefðu dottið niður á aðferð til að breyta fitufrumum í brjósk sem síðan er hægt að nota til að laga skemmdir á brjóski í liðum fólks. Brjósk í liðamótum fólks virkar eins og eins konar dempari til að koma í veg fyrir að beinin nuddist ekki beint saman og skemmist þannig. Margir þjást af galla í brjóskinu sem lýsir sér þannig að brjóskið eyðist upp með tímanum og oft þarf að fara í erfiðar aðgerðir vegna þess þar sem brjóskið endurnýjar sig ekki.
Nú sjá vísindamenn hins vegar fyrir sér að hægt verði að taka fitufrumur úr sjúklingum og umbreyta þeim í litla diska af brjóski sem síðan eru settir í liðamótin í stað þess brjósks sem hvarf.
Með því að nota fitufrumur úr sjúklingnum sjálfum er komið í veg fyrir að líkaminn hafni brjóskinu sem utanaðkomandi óvini.