Þú færð ekki vinnuna því þú ert loðinn í framan og hárvöxturinn ógnar heilbrigðiskröfum okkar og viðskiptavina okkar“! Breskir dómstólar voru ekki ginkeyptir fyrir þessari réttlætingu matvælakeðjunnar Waitrose á synjun umsækjenda eins um starf á þessum forsendum.
Forsvarsmenn verslunarkeðjunnar áttu að hafa sagt við hinn 53ja ára umsækjanda, John Watson, að hann yrði að raka af sér skeggið til að fá starfið sem var í kaffihúsi verslunarinnar því skeggið væri ”bakteríustía“.
Kynjamisrétti eða hvað ?
Watson sem var að vonum ósáttur við að fá ekki starfið á þeim forsendum að hann væri gangandi bakteríustía en hann hefur haft skegg undanfarin 28 ár. Hann ákvað því að lögsækja verslunarkeðjuna á grundvelli kynjamisréttar.
Þrátt fyrir að Watson hafi náð að réttlæta að hann væri ekki gangandi bakteríustía var dómforsetinn, Stephen Scott, þeirrar skoðunar að hárvöxtur í andliti ógnaði heilbrigðisstöðlum matvælaiðnaðarins. Eigendur verslunarkeðjunnar tóku það skýrt fram að ekki hefði verið um kynjamisrétti að ræða því að ”þrátt fyrir að skeggjuð kona hefði sótt um starfið, hefðum við staðið frammi fyrir því að synja henni um starfið," sögðu þeir í viðtali við dagblaðið Times.