Ég á heima í blokk í vesturbænum, og það eru hjón fyrir neðan mig sem ég myndi flokka sem róna, og þau reykja mjög mikið, það mikið að ef ég opna gluggann hjá mér þá fyllist herbergið hjá mér af vondu reykingarlofti. Ég er farin að verða hræddur um heilsuna því þegar ég vaknaði fyrir um 3 dögum þá voru lungun í mér eins og ég hefði verið að reykja alla nóttina, og þyngsli yfir brjóstinu og verkur í lungunum.
Ég er oft og mörgum sinnum búin að kvarta til félagsbústaða og landlæknis og fleiri aðila og fæ eingin svör, eða jú félagsbústaðir sögðu að það yrði að koma kvörtun frá allavega þrem sem búa í stigaganginum, ég veit að fullt af fólki sem býr hér sem er illa við þau, einn aðili sem býr hér þorði ekki að skrifa undir því hún er hrædd um að fólkið fyrir neðan ráðist á bílinn hennar og skemmi hann, önnur viðbrögð hjá fólki er að það telji of mikla áhættu að skrifa undir kvörtun, þó það segist vera mein illa við þessi hjón.
Mér sýnist þetta fólk einnig laða að sér útigangsfólk og aðra róna því löggan var fastagestur hjá þeim á tímabili, þau buðu einhverju fólki heim í gleðskap og stálu svo af því farsímum og öðru, svo var fólk að koma hér fyrir utan í annarlegu ástandi og dingla og kalla og hrópa á þau um að opna. Þau mistu forsjá yfir barni sem þau eignuðust fyrir um 2 árum, og var það tekið af þeim, og það má alveg giska á afhverju það gerðist. En allavega eftir það þá hafa þau eitt autt herbergi sem er beint fyrir neðan gluggann hjá mér sem það getur leift róna vinum sínum að sofa í.
En ef einhver sem les þetta og er lögfróður þá má sá hin sami benda mér á hvort það sé til lagaleg heimild til að kæra svona reykingarpakk sem er að skemma heilsu manns bara því ég opna gluggann hjá mér og fæ reykjarfýlu að neðan inn til mín. Og ég tek það fram að ég tek það ekki í mál að ég opni bara ekkert gluggann hjá mér, ég tel það vera mannréttindi að eiga að getað sofið við opin glugga ef mér líkar að fá hreint loft inn til mín, en ekki reykingarloft frá rónum sem búa fyrir neðan mig.