1. Í gosdrykkjum er að finna mikið af einföldum sykri og innihaldslausum hitaeiningum. Auðvelt er að drekka gos á hverjum degi og því eru hitaeiningarnar fljótar að safnast saman auk þess að margir gosdrykkir eru ávanabindandi

2. Pítsudeig er fyrst og fremst úr hvítu deigi(mjög óhollt). Ein tólf tommu pítsa inniheldur vel á annað þúsund hitaeininga. Hvað orku varðar er mjög mikil orka í pítsu og einnig mikil fita. Pítsur eru gjarnan borðaðar seint á kvöldin sem er hræðilegt fyrir magann og þannig sækir líka orkan í aukakílóin.

3. Í 100 gramma súkkulaði eru um 537 hitaeiningar. Það eina góða við það er hvað það er bragðgott.

4. Franskar kartöflur eru ágætar en þegar búið er að steikja þær úr dýrafitu fá þær heiðurssæti á svarta listanum.

5. Kokteilsósa.
Af hverju pantarðu ekki strax fitusogsmeðferð hjá lýtalækni. Vel yfir 700 hitaeiningar í 100 grömmum sem eru örfáar teskeiðar.

6.Beikon
Beikon er í rauninni ekki kjöt. Um 95% hitaeininga þaðan koma úr verstu fitutegund sem finna má. Inniheldur mikið salt og nítrat.

7. Kartöfluflögur
Af hverju borðarðu ekki bara smjörið beint upp úr dollunni?
Kartöfluflögur eru nánast eingöngu djúpsteikingarfeiti með mikið salt.

8. Feitur ostur.
37% ostur er kallaður svo vegna þess að það er hlutfall fitu í honum. Saltinnihaldið er mikið auk hitaeiningaekki síst vegna þess að ofan á brauð þarf 2 sneiðar og þar af leiðandi eru einingarnar fljótar að koma upp ef borðað eru nokkrar sneiðar.

9.Hamborgarar.
Um 600 hitaeiningar eru í einum meðalstórum hamborgara og eru það aðallega meðlætin sem eru mest fitandi. Sérstaklega sósan.

10. Snarl fyrir svefninn.
Ástæðan fyrir því að snarlið er í 10. sæti er því hver og einn á sér veikleika í mat. Ef borðað er fyrir svefninn eru mjög miklar líkur á að sú máltíð hlaupi í spik. Margir kjósa t.d. að fá sér eitthvað að borða fyrir svefninn fyrir framan sjónvarpið. Ef þú velur að fá þér eitthvað fyrir svefninn gættu þá hófs og borðaðu eitthvað létt og lítið