Ég veit að ég er enginn sérfræðingur, en þetta veit ég af eigin reynslu…
Inngangur:
Ég veit að það er erfitt fyrir mig að segja “slepptu af fara útí sjoppu og kaupa þér kók og stuff” því ég hef sem betur fer sloppið við þá fíkn, en ég veit að við erum bara ekki öll eins. En ég get samt sagt þér að gera eins og þú getur. Þú hefur eflaust heyrt “allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi”. Það er að vissu leiti satt, það má allavega taka þetta til greina í þessu tilviki.
Vilji og agi:
Viljastyrkurinn og agi er næstum allt. Þegar ég var 13-15 ára æfði ég frjálsar. Ég æfði þó að ég væri ekki á æfingum og borðaði sjaldan nammi því mig langaði að ná árangri. Sjálfstraustið jósk með tímanum og það endaði með því að ég náði 1.sæti á landsmótinu í 800 metra hlaupi og 2.sæti á Íslandsmeistara mótinu í sömu grein. Þá sá ég að ef maður hefði sjálfstraust, aga og leggði mikla vinnu í verkið, væri allt hægt! Maður þarf sjálfstraust til að geta sagt við sjálfan sig að þetta eigi eftir að takast, og trúðu mér, það virkar!
Hreyfing:
Ef þú vilt sjá árangur, mæli ég með einhverju hobby sem þér finnst skemmtilegt. Líkamsræktin er mjög góð, en ef þér finnst hún leiðinleg, slepptu henni þá. Það er til fullt af íþróttum t.d. box, spinning o.fl. sem brenna þvílíkt miklu og er gott að losna við aukakílóin. Einnig byggja þær upp styrk og þol í leiðinni (ok, þú vissir það:)
En hobbyið þarf ekki að stunda eins og atvinnumaður, heldur 2-3svar í viku er fínt. Og ef þú ert barþjónn, ættirðu að brenna nógu miklu í viðbót til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því.
Mataræði:
Til að geta staðist t.d. nammisýkina fá margir einhvern til að styðja við bakið á sér.
Ég veit um eina aðferð sem mönnum finnst kannski svolítið heimskuleg en hún virkar. Að fara í nammibanns keppni, hvor aðilinn nær að halda því lengur út. Ekkert nema gott um það að segja ef það virkar á viðkomandi.
Borða 5-6 sinnum á dag er nauðsynlegt og ekki mikið í einu. Reyna að reikna með c.a 1500-2000 kaloríum á dag. Alls ekki telja matinn ofaní þig, það er gott að hafa þessar tölur til að styðjast við.
Ég mæli með nóg af próteini til að auka massann því hann hjálpar þér við að brenna. Ekki forðast alla fitu, því hún hjálpar einnig til við brennslu í vissu magni.
Hérna eru allavega tveir matseðlar sem gætu hjálpað:
http://www.fitnesssport.is/Fitness_Sport/Matu r/matsedlar_val.htm
Hjálp:
Ef ekkert gengur, sem ég trúi varla, þá mæli ég með einkaþjálfara. Ég veit að þeir eru dýrir en þeir eru góð leið til að koma sér af stað, halda aga, byggja upp sjálfstraust og að sjálfsögðu fá rétta ráðgjöf um mataræði o.fl.
Þú hefur slæma reynslu af herbalife eins og margir en ég veit um eitt efni sem þú hefur kannski heyrt um. Ég hef ekki heyrt neinn segja að það virki ekki. Það er Hydroxycut frá MucleTech en vörur frá því fyrirtæki hafa aðeins lofað góðu. Þetta efni var í 2 ár hjá lyfjaeftirliti ríkisinns og er ekki langt síðan það var leyft hér á landi. Þetta efni er dýrt, en á að virka.
Niðurlag:
Lykillinn af árangri er sjálfstraust, viljastyrkur og agi! Þú nærð ekki árangri öðruvísi en að hafa þetta. Ef þú hefur ekki gott sjálfstraust þarftu að pumpa það upp með því að segja við sjálfan þig að þú getir þetta, því þetta geta allir!
…Núna er ég búinn að lesa nokkuð oft yfir þetta og held að ég hafi náð að koma öllu á framfæri sem ég vildi að kæmi fram. Vona að þetta hafi hjálpað þér eitthvað, margt í þessu svari sem þú vissir eflaust en vonandi hef ég frætt þig eitthvað og náð að herða í þig stálið ef það hefur ekki verið nógu hart fyrir.
Kveðja Pétu