Ég er aldrei nógu ánægð, þó ég eigi skemmtilega vini þá vil ég alltaf eitthvað meira, strák til að vera með, strákavini, hætta að vera feimin, og svo framvegis, mér líður aldrei nógu vel þó að ég sé ótrúlega heppin, ég hef kynnst miklum erfiðleikum í lífinu en komist yfir þá og núna er ég vel sett en ég sætti mig aldrei við það,vil alltaf meira og meira eins og ég sagði áðan…
Það er bara alltaf eitthvað að, mér tekst alltaf að finna einhver vandamál… Ég verð bara að fá útrás núna, veit ekkert hvað ég á að gera. Mér leiðist.
Svo þegar ég hef drukkið þá hefur það oft lent í einhverju veseni og ég þoli það ekki.
Málið er bara að ég er með svo lítið sjálfstraust og ég veit ekki hvernig ég á að verða ánægðari og öruggari með sjálfa mig.
Ég veit að maður á að vera ánægður með allt sitt og allt það en ég bara kem því ekki inn í hausinn á mér, ég er svo skrýtin.
Fyrirgefið, ég veit að þetta allt meikar ekki sens en ég varð bara að koma þessu frá mér
Það væri samt gott að fá góð ráð frá ykkur sem VIRKA, takk fyrir…
Ég finn til, þess vegna er ég