Sæl!
Ég ákvað að skrifa þessa grein til að segja öllum á Huga hvað mér finnst um kjörþyngd. Ég hef séð billjón bréf í Smelli og öðrum unglingatímaritum frá stelpum sem eru skrifuð einhvernveginn á þessa leið:
“Ég er 1,65 og 48 kg er ég of feit???
Hvað get ég gert til að grennast!?
Plz hjálpaðu mér!”
Nei, án gríns.
Ef ég ætti að svara þessu bréfi hefði ég svarað svona:
Nei! Þú ert alltof létt! Ég ætla ekki að gefa þér neinar megrunarupplýsingar.
Afhverju vilja allar stelpur líta út eins og þessu ógeðslega horuðu módel, ha?
Mér persónulega finnst það ljótt. Ég er bara í kjörþyngd og ósköp eðlileg í vaxtarlagi.
Þegar ég var 10-11 ára var ég alltaf “oh, ég er svo feit!” þó ég væri bara ósköp eðlileg og jafnvel frekar grönn!
En ég vitkaðist og núna borða ég það sem ég vil en samt passa ég mig og hreyfi mig, en bara til að mér líði vel, ekki til að grennast!
(Ég skil samt alveg að fólk sem er í alvöru of þungt vilji léttast og hef ekkert á móti því svo lengi sem það er gert á heilbrigðan hátt.)
Takk fyrir mig.
Ég hef mínar skoðanir…