Þannig eru mál með vexti að ég vinn á bæ hér á Suðurlandi sem er með blandaðan búskap, þ.e.a.s. kýr, kindur og hross. Sjálf er ég vön þessu öllu, á sjálf hross og var í sveit hjá afa mínum og ömmu þegar ég var yngri.
Núna hef ég verið 2 sumar þarna í vinnu og næsta sumar verð ég einnig. Á haustin hef ég síðan verið að komu þarna svona um kannski aðra hverja helgi til að hjálpa til.
Í vor, nánar tiltekið í sauðburðinum, fór ég að fá þessi fáránlegu útbrot á hægri handlegg, rétt fyrir úlnlið, og setti það strax í samhengi við fylgjuna á lömbunum vegna þess að ég held á nýfæddum lömbum með hægri hendi - ef þau eru tvö held ég oftast á þeim í sitthvorri hendi annars báðum í hægri. Þessi útbrot klæjuðu og sviðu ekkert smá og ég vaknaði stundum um miðjar nætur öll útklóruð á handleggnum.
Eftir sauðburð fóru útbrotin smám saman og ég hætti bara að pæla í þessu. Þetta var sem sagt síðst liðið vor. Tíminn leið og sumarið tóm enda og ég fór heim eins og kaupafólki ber að gera.
Síðan eins og viku eftir að ég fór heim fór ég aftur í vinnuna og var þar tvo daga og fór svo á fjall og var í burtu næstum viku (6 daga). Þessa tvo daga sem ég var í vinnuni fór mig að klæja í puttana (skildi ekkert hvað þetta var).
Síðan leið haustið og alltaf fékk ég útbrot á puttana og mig klæjaði ekkert eðlilega, vaknaði um miðjar nætur í skítakulda alblóðug á höndunum - þá var ég búin að klóra mér í svefni.
Síðan fyrir jól var ég þarna meira en viku og þá sá ég, mér til skelkunar, að ég var komin með útbrot í framan. Daginn eftir þurfti ég akkurat að skreppa í kaupstað þannig að ég dreif mig til læknis til að fá einhverja lausn á þessu vandamáli mínu. Hann lét mig hafa einhvern áburð og Histal ofnæmislyf en við fundum ekkert út hvað þetta gæti verið, hvers konar ofnæmi.
Ég tek alltaf Histal þegar ég er í vinnuni og þær slær sannarlega á útbrotin en þau koma samt alltaf aftur, bara hægar. Því vil ég spyrja ykkur Hugarar góðir hvort þið hafið einhver tíma fengið svona útbrot (þá á ég við í sambandið við húsdýr eða hey) og hvort þetta hafi lagast?!?
Ég hef nefninlega grun um það að ofnæmiskerfið eigi eftir að vinnast á þessu og þetta eigi eftir að hverfa. Ég hef allavega heyrt um þannig hjá þeim sem ég vinn hjá.
Kv. torpedo