hæhæ,

Ég hef oft verið að spá í þessu með matmálstíma og svona hjá börnum. Mér finnst mikið vandamál hér á meðal íslenskra foreldra um það hvenær börnin þeirra borða og hvað þau borða.
Ef að barn vill ekki borða morgunmat, finnst foreldrum, eða oftast mömmum, það bara vera flott. Hugsa kannski “þessi krakki er strax farinn að passa uppá það að fitna ekki”… Það má auðvitað alls ekki. Það er mikilvægt að borða alltaf morgunmat og þá meina ég ekki coco puffs eða eitthverja aðra sykurleðju, heldur eitthvað hollt eins og Cheerios eða Kornflakes ;)

En það sem ég er að tala um að það vantar í uppeldi barna að þau borði morgunmat og hádegismat o.s.fr. og þau verða að vita að það er jafn mikilvægt að borða á réttum tíma og að fara að sofa kl. 8!

Ef að börn læra ekki að borða hollan mat á réttum matmálstímum, þá meina ég alltaf í morgunmat, alltaf í hádeginu, alltaf í kaffitímanum og alltaf á kvöldmatartímanum, þá fitna þau. Þau grennast ekki við að sleppa þessu og ég veit að ef að börnin ykkar læra ekki að borða rétt þá læra börnin þeirra ekki að borða rétt o.s.fr. við endum örugglega öll feit en sem betur fer er alltaf verið að benda á svona hluti í fjölmiðlum og fl.

En það þarf líka að bæta það að láta krakkana borða allt sem er sett fram á boðstólinn. Það er svo leiðinlegt þegar börnin eru vælandi yfir því hvað þeim finnst maturinn vondur.. Ég skil ekki hvernig foreldrarnir fóru að þessu að láta barnið sitt finnast þetta! Eftir þessa vinnu við það að elda matinn og að fá það beint framan í sig að maturinn sé vondur! Ennþá verra örugglega fyrir foreldrana að fara með þau í boð þar sem börnin segja fyrir framan allt fólkið í boðinu að þessi matur, sem er nottúrulega miklu fínni en hversdagsmaturinn sem þú færð á hverjum degi nema sunnudögum, sé vondur.. Ég held að ég yrði öskuill.. En ég skil það alveg að foreldrarnir hugsi bara “hvað er þetta, þetta er bara barn, þau skilja þetta ekki, þetta lagast” En ef að barnið mitt mundi segja þetta mundi ég segja því að annað hvort borða þetta eða fara frá borðinu vegna þess að það er ekkert annað í boði. Svo enda krakkar á því að setja súkkulaði og sælgæti yfir allan mat sem þau borða.

Jæja mér finnst allavega að fólk ætti að fara að passa þetta. Ef þú vilt að barninu þínu líði vel, gefðu því þá að borða og gerðu það rétt :)

Takk fyrir mig