Hæ, hæ öll.
Mig langaði bara til að vekja athygli á laseraðgerðum á augum til að laga nærsýni og fjarsýni o.fl. Ég hef ekki kynnt mér þetta efni neitt allt of vel en mig langaði til að deila með ykkur minni sögu.
Frá því ég frétti af þessari aðgerð hér á landi hef ég beðið eftir því að verða tvítug svo ég gæti nú látið laga í mér sjónina (var með -5 og -5,5).
Ég fékk tíma í forskoðun daginn fyrir tvítugsafmælið mitt en þá hafði sjónin verið nokkuð stöðug í 5 ár. Þá kom í ljós að hornhimnan er mjög þunn í báðum augunum mínum svo ég þurfti að fara í aðeins fyrirhafnameiri aðgerð sem kallast LAZEK (hin heitir LAZIK). Læknirinn, Þórður, sagði mér að LAZEK aðgerðin væri nákvæmari en ég yrði líklega með verki í augunum í þrjá daga á eftir. Auðvitað gat ég valið hvort ég færi í LAZIK eða LAZEK en ég valdi LAZEK þar sem læknirinn mældi með henni og í mínu tilfelli var hún öruggari kosturinn.
Allt starfsfólkið þarna hjá Lasersjón fær margfaldar þakkir frá mér. Þótt meðferðin sé rétt nýbyrjuð þá hafa þau hugsað mjög vel um mig og hefur augnlæknirinn verið í daglegu sambandi við mig frá aðgerðinni (sem var síðasta fimmtudag, 11. des). Núna er sýkingarhættan liðin og bíð ég bara eftir því að sjónin batni enn frekar og ég fái fókusinn alveg réttan, en það gæti tekið nokkrar vikur.
Ég mæli eindregið með því að fólk fari í svona augnaðgerð ef það hefur lélega sjón og finnst gleraugun vera fyrir sér eða er orðið þreytt á að þurfa að setja linsurnar í sig. Ég er bæði búin að vera með gleraugu og linsur. Að fá sjónina aftur er… tjah… bara kraftaverk. Aðgerðin er sársaukalaus. Það “sársaukafyllsta” við aðgerðina er þegar augndroparnir (deyfingin) eru settir í augun á manni.
Í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að fara til augnlæknis sá ég stafalínu merkta 1.0 án þess að vera með gleraugu. OG sjónin á bara eftir að fara batnandi næstu vikurnar. Ég er bara allt of hamingjusöm til að deila þessari reynslu ekki með ykkur þarna úti sem hafið hugsað um að fara í svona aðgerð. Hún er hverrar krónu virði.
Ég mæli með því að áhugasamir kynni sér þetta frekar á heimasíðu Lasersjon:
http://www.lasersjon.is
Ég veit að það er önnur stofa sem framkvæmir svona laseraðgerðir en ég þekki hana ekkert og hef ekkert grennslast fyrir um hana.
Með jólakveðju og góða sjón,
snikkin