Ég hef oft gert tilraunir með mat, til að gera hann fituminni og hollari. Mig langaði bara að gefa ykkur smá hugmyndir.
Sósur:
Í staðinn fyrir að baka upp sósur, sem er rosalega fitandi, þá dugar við flestar tegundir að blanda vatni saman við duftið úr pökkunum. Meira að segja Bearnaise sósa er þrælgóð þótt maður setji bara vatn saman við duftið, í staðinn fyrir að bræða 50-100g af smjöri og bæta svo mjólk útí.
Svo er Kjötbollusósa alveg frábær, því maður blandar bara vatni samanvið duftið, og svo er hægt að krydda hana á ýmsa vegu, meira að segja með karrýi, og svo er fínt að setja saxaðan lauk útí.
Frábær sósa út á bakaða ýsu (man ekki alveg hlutföllin, en það fer líka bara eftir smekk):
Ca. 2 msk hveiti blandað saman við ca. 4-5dl vatn, hitað saman í potti þar til það fer að sjóða, hræra stöðugt í svo ekki brenni við.
ca. 1 tsk salt (Eðal salt er það besta að mínu mati, því það er með miklu minna natríum heldur en venjulegt salt og þar af leiðandi bindur það líka minna vatn í líkamanum).
ca. 2 tsk fiskikrydd eða aromat
ca. 1/4 tsk hvítur pipar
ca. 1/2 tsk svartur pipar
ca. 2 dl rækjur, sett síðast í og látið malla í nokkrar mínútur.
Ég var að fá mér íslenska pönnu um daginn, og það er ótrúlegt hvað hún sparar manni fituna, ég steikti gúllas um daginn og setti ekki dropa af olíu eða smjörlíki. Og fyrir spældu eggin, þarf bara að setja örþunnt lag af olíu, t.d. með bréfi, á pönnuna og það liggur við að eggin hoppi sjálf upp á diskinn! Eins er með kjötsneiðar, en kjötfars og hakkbolludeig þarf ekki dropa af fitu, bara að setja það beint á pönnuna.
Svo eru til hjá mér ótal uppskriftir, sem eru mjög hollar og fitulitlar. Ef þið hafið áhuga á að kíkja á þær, látið mig þá vita.
Nú er maður loksins byrjaður af alvöru að reyna að skafa af sér spikið, það tók tíma sinn að byrja, en nú er allt komið á fullt.
Er einhver hér sem fer í líkamsræktarstöðina Hreyfingu? Það væri gaman að geta hitt einhvern hugaðan svona af og til og púla saman, það er oft skemmtilegra að spjalla við einhvern þegar verið er að hamast í tækjunum. Ef einhver vill athuga þetta mál, þá væri frábært að fá senda línu á mailinu.
rebsig@hugi.is