Ég fór í brjóstaminkun fyrir 4 árum síðan vegna áskorunar 3 lækna
og sé ég alls ekki eftir því.
Ég gat ekki fengið brjósthaldara á mig hér á Íslandi
varð að panna þá frá usa notaði skálastærð DDE
Það var allveg hræðileg reynsla að vera alltaf með sona stór brjóst
Ég var ávalt að fá brjósklos á milli herðablaðana og eins var ég kominn með 5 sm djúpar skorur ofaní axlirnar.
Ég var líka kominn með tennisolboga sem kallað er
og búin að fara í aðgerð á öðrum olboganum
Og þegar ég fór í brjóstamynda töku hjá Krabbameinsfélaginu
þá varð að taka myndirnar í 8 hollum, 4 myndir af hvoru brjósti
alls 8 myndir til að læknarnir gætu skoðað bæði brjóstin í Einu
Ég fór til Lýtalæknis sem heitir
Sigurður E Þorvaldsson í Glæsibæ Frábær læknir
Hann útskýrði alla aðgerðina fyrir mér og sagði mér að
það væri síkingarhætta eftir sona aðgerðir.
það var tekið 2og 1/2 kg af öðru brjóstinu og 2 af hinu.
Það munar um minna alls 4,5 kíló
Mér hefur alldei liðið eins vel,
nú nota ég nr 38 og er alsæl með lífið og tilveruna
jólakveðja spakonan