Góðan dag hugarar, hér ætla ég að segja frá hvernig skal búa til drykkinn “Boost”, þessi drykkur er frekar auðveldur, það eina sem þarf eru ávextir, hrærivél, skyr og klakar.
Það er hægt að nota allar mögulegar tegundir af ávöxtum, persónulega finnst mér best að setja epli og banana, en það er hægt að láta appelsínur, kíví, perur, og allan andskotan, en með appelsínurnar, það þarf að hræra þær sérstaklega vel því að annars koma kekkir.
Uppskrift fyrir 1-2(epli og bananar):
1/2 epli(helst grænt)
Banani
250 mg skyr(vanilllu skyr frá KEA hentar best, þótt það sé hægt að nota annað)
5 klakar.
Atburðarás:
1.flisjaðu utan af eplinu, skerðu það í nokkra búta, taktu híðið utan af banananum, og skerðu hann í búta, helltu því svo ofan í hræriglasið(ekki setja í skálina, heldur hræriglasið, sem er oftast látið smella á einhvern stað á vélinni), settu lokið fyrir og láttu þetta hrærast þangað til þetta verður í fljótandi formi.
2. Næst stopparðu vélina, tekur lokið af, lætur skyrið ofan í, setur lokið á og lætur þetta blandast saman.
3. Svo stopparðu vélina, tekur lokið af, setur 3 klaka ofan í, setur lokið á og lætur þetta hrærast á lægsta snúning, svo að klakarnir skrapist í sundur og verði hluti af drykknum, ekki lengur í heilu formi, svo þegar þessir 3 hafa blandast, bætirðu hinum 2 saman við og gerir hið sama.
4. Drekka drykkinn :).
Uppskrift fyrir 3-4(epli og bananar)
1 epli
2 bananar
500 mg skyr
9-11 klakar
Atburðarás:
1.flisjaðu utan af eplinu, skerðu það í nokkra búta, taktu híðið utan af banananum, og skerðu hann í búta, helltu því svo ofan í hræriglasið(ekki setja í skálina, heldur hræriglasið, sem er oftast látið smella á einhvern stað á vélinni), settu lokið fyrir og láttu þetta hrærast þangað til þetta verður í fljótandi formi.
2. Næst stopparðu vélina, tekur lokið af, lætur skyrið ofan í, setur lokið á og lætur þetta blandast saman.
3. Svo stopparðu vélina, tekur lokið af, setur 3 klaka ofan í, setur lokið á og lætur þetta hrærast á lægsta snúning, svo að klakarnir skrapist í sundur og verði hluti af drykknum, ekki lengur í heilu formi, svo þegar þessir 3 hafa blandast, bætirðu 3 í viðbót, og alveg þangað til þú klárarð klakana.
4. Drekka drykkinn :).
Það má bregða af þessu hefðbundna lagi, með því að breyta um ávexti, og bæta fleiri tegundum við, einnig er hægt að láta pínu bætiefni í til að auka hollustu gildið, því að það er ekki til nein ein sérstök tegund af boost.
Njótið vel =P.