Hérna kemur smá viðtal og fleira við íslandsmeistara kvenna í formfitness Sif Garðarsdóttir (einnig má geta að hún er frænka mín :)


Sif byrjaði snemma að fara í líkamsræktarstöðina í ólafsvík þar sem að hún ólst upp með foreldrum sínum, 2 systrum og einum ketti.
Hún fékk mikinn áhuga á þessu og stundaði þetta hart, og ef að mig minnir rétt þá var pabbi hennar ekkert svo ánægður með það og svo var það kærastinn hennar sem að dró hana í eina af þessum keppnum, þar að segja ef að mig minnir rétt.

——————–

Sif Garðarsdóttir
Sif tók sér eins árs frí frá keppnishaldi vegna barneigna og eignaðist stúlkuna Tönju Líf fyrir um ári síðan.

Hvernig gekk undirbúningurinn fyrir mótið eftir að hafa átt barnið?
-Þetta gekk ótrúlega vel. Ég byrjaði undirbúninginn smátt og smátt í nóvember til þess að koma mér í gang, en tók síðan 12 vikur í alvöru skurði fyrir mótið. Það hefur aldrei gengið jafn hratt hjá mér að skera niður. Það er engu líkara en að barneignin hafi flýtt fyrir því að fitan fari.

Hvernig gengur að æfa nú þegar þú ert orðin mamma?
-Það er ekkert mál. Hún ræður því hvenær ég fer á æfingar þannig að ég æfi þegar henni hentar. Ég er fegin að vera ekki að keppa í danslotunni, en ég hefði keppt í hraðaþrautinni ef ég hefði áttað mig á því að það væri hægt.

Hvað er á stefnuskránni hjá þér á næstunni?
-Það er að stefna á heimsmeistaramótið í haust og bikarmót ef það verður.

———————-

Til má þess geta að hún hefur keppt nokkrum sinnum úti og árið 2000 fór hún ásamt Guðrún Gísladóttir, Gígja Þórðardóttir á Evrópukeppnina í Fitness sem haldin var á Torremolinos á Spáni.

Hún hfeði farið á heimsmeistaramótið í Río en varð ólétt og komst ekki vegna þess.

———————–

úrslitin í formfitness í apríl á Akureyri –>

1
Sif Garðarsdóttir

2
Solveig Thelma Einarsdóttir

3
Anna Bella Markúsdóttir

4
Anna Borg

5
Hólmdís Benediktsdóttir

6
Ellen Elsa Sigurðardóttir

7
Jóhanna Þórarinsdóttir

8
Lilja Björg Þórðardóttir

9
Ragnheiður Kristjánsdóttir

10
Berglind Alfreðsdóttir

11
Hanna Dögg Maronsdóttir

12
Lovísa Kristín Einarsdóttir

———————–

Hún fékk þetta frábæra hrós í fitness blaðinu og má lesa einnig á www.fitness.is –>

“ Sif Garðarsdóttir sem sigraði í formfitness mætti til keppni vel undirbúin eftir að hafa tekið sér árs hlé frá keppni vegna barneigna. Sif hefur aldrei verið í jafn góðu formi og á Íslandsmótinu og er vel að því komin að vera fyrsti Íslandsmeistarinn í formfitness. Fyrirfram voru vangaveltur á milli dómara um áherslu á vöðvamassa í dómgæslunni og vissulega er Sif komin á brún þess sem þolanlegt er hvað vöðvamassa snertir í formfitness. Sérstaklega eru axlirnar á henni orðnar miklar. Hinsvegar verður að hafa í huga að hérlendis hefur fram til þessa ekki verið til neitt sem kallast getur of mikill vöðvamassi, né of miklir skurðir í fitnesskeppnum þegar erlendir staðlar eru hafðir til hliðsjónar.”

———————–

Það hefur verið birt grein um hana í séð og heyrt og nokkur viðtöl og heilsufæða og drykkir eftir hana í fitennsbaliðinu, kíkiði endielga á það.

———————–

Takk fyrir mig.

kv.