Þeir sem hafa ekki verið þunglyndir, þeir þekkja ekki hversu erfitt það er að komast úr því. Ég hef verið Þunglyndissjúklingur og það var mjög erfitt. En ég er núnna að byggja sjálfa mig upp og það á eftir að taka mörg ár, en það er sirka ár síðan ég byrjaði á að reyna að byggja mig upp aftur. En núnna ætla ég að telja upp þau atriði sem geta bent til að maður sé að verða þunglyndur.

1. Þú ferð að borða meira af nammi og sætindum en þú hefur áður gert.
2. Þú verður mjög latur og horfir rosalega mikið á sjónvarpið eða ert mjög mikið í tölvunni.
3. Þér leiðist og ert oftar í vondu skapi en þú hefur áður verið.
4. Þú ert mjög þreitt/ur og ert alltaf að leggja þig. En ert samt þreittur þótt þú hafir sofið nóg og lagt þig.
5. Þú forðast að fara út og þú hreyfir þig eiginlega ekkert. Þér líður mjög illa á kvöldin eða seinni partinn á deginum og þú ert farin/n að dæma sjálfan þig mjög neikvætt.
6. Þér líður mjög illa, en sefur ekki eins mikið og þú gerðir áður. Þú ferð að hafa áhyggjur um að engum þyki vænt um þig og þú einangrar þig oft.
7. Þú nennir varla að þvo þér og þér er alveg sama þótt þú lyktir illa því þú hefur ekki farið í sturtu lengi. Þú ert oft í vondu skapi og öskrar jafnvel á fólk af engri ástæðu. Það koma fáir til þín út af þessu og þeir fáu sem halda áfram að hitta þig og hringja í þig, fá að heyra allt vonda skapið í þér og þeir fá líka að heyra allt það sem þú kvartar um. En þú ert á þessu stigi farin/n að kvarta undan öllu sem þú getur kvartað undan en kvartar samt mest undan sjálfum þér.
8. Ef þú neyðist til að fara út á þessu stigi, þá ertu mjög kvíðin/n áður en þú ferð út. Þú reynir að laga andlitið þitt og mála þig mjög mikið af því að þú ert svo hrædd/ur um hvað aðrir halda um þig. Þegar þú kemur svo út, þá ferðu að velta fyrir þér hvað allir séu að hugsa um þig og þér finnst að allir séu að horfa þig og þá hljóta allir að dæma þig hræðilega manneskju.
9. Þú ferð að hugsa um sjálfsmorð og ferð að hugsa: ,,Til hvers að vera lifandi? ,,Af hverju er ég hér? ,,Engum þykir vænt um mig!” Þér líður núnna mjög illa og brosir varla og hlær alls ekkert. Þetta er hættulegasta stigið en ef þunglyndið gengur enn lengra þá er hætta við að þú verðir veik, bæði likamlega og andlega og hættir að hafa matarlyst.

Það er hægt að sigrast á þessu. En aðalástæðan fyrir því að þér finnst enginn þykja vænt um þig er oftast út af því að fólk forðast þig þegar þú ert búin/n að vera í mjög vondu skapi og öskrar kannski á vini þína. Það þolir enginn að vera nálægt fólki sem er alltaf í vondu skapi. Það fer að halda að þú viljir ekki að það sé að tala við. Þú hrindir öllum í burtu með vonda skapinu. En eins og ég sagði þá er hægt að sigrast á þessu. Best er að reyna að sigrast á þessu sem fyrst því að því lengur sem þú ert þunglynd/ur því erfiðara er að sigrast á því. Nú tel ég upp atriði sem geta hjálpað þér að sigrast á þunglyndinu. Reynið að fara eftir öllum atriðinum ef að þið eruð búin að vera lengi þunglynd. Ég get ekki lofað að þetta virki en þetta tekur mislangan tíma að sigrast á þunglyndinu og oft þarf að gera þetta oftar enn einu sinni til það virki. Það þarf að gera þetta þangað til þið hafið alveg sigrast á þunglyndinu. Ekki gefast upp! Það er hægt að sigra þunglyndið!

1. Reyndu að minnka nammi átið og talaðu meira við vini þína en þú hefur gert.
2. Gerðu æfingar eða farðu út að ganga eða bara út að skemmta þér.
3. Ef þér leiðist og nennir varla neinu. Teldu þá upp það sem þú gætir gert og ef þú vilt ekki gera ekkað af því þá skrifaðu niður ástæðuna fyrir því og ekki segja: ,,Af því ég nenni því ekki.” Hugsaðu svo um hvað það gæti verið miklu skemmtilegra að gera það sem þú nennir ekki að gera heldur en að liggja bara upp í sófa og horfa á sjónvarpið. Fáðu jafnvel einhverja vini þína til þess að taka þátt í því sem þú ert að gera. Ef þú ert i vondu skapi, hugsaðu þá um af hverju þú ert í vondu skapi og hvað það sé fáranlegt að vera í vondu skapi út af því.
4. Ef þú ert alltaf þreittur, þá ekki leggja þig. Hugsaðu um ekkað skemmtilegt sem þú getur gert. Ef þú finnur ekki neitt til að gera sem er skemmtilegt og þú ert alveg að sofna, sturtaðu þá yfir þig köldu vatni, drekktu mikið vatn eða farðu í kalda sturtu. Ef það virkar ekki hlustaðu þá hátt á einhverja tónlist annað hvort með eyrnartólum eða ekki og syngdu með, þótt þú kunnir ekki textan. Ef þér leiðist samt, leiktu þér þá að breyta röddinni og syngja illa með laginu. Ef einhver kvartar undan þér, reyndu þá að verða ekki pirruð/aður.
5. Líttu á það sem áskorun að fara út, þó þú sért mígluð/aður og þreitt/ur. Ef þú ert í vondu skapi, æfðu þig þá í að kýla út loftið eða í púða og ýmindaðu þér að þetta sé einhver sem þú þolir ekki. Ef þér líður illa, reyndu þá að hugsa um allt það góða og skemmtilega sem hefur komið fyrir þig. Og pældu í því hvað þú átt þegar marga að. Skrifaðu niður jákvæðar setningar um sjálfan þig og segðu þær upphátt eða í hljóði. Það stendur hvergi í lögunum að maður sé sjálfselskur ef að maður segir ekkað jákvætt um sjálfan sig. Ef þú getur ekki látið þér líða vel og ef þú dæmir sjálfan þig neikvætt, þá getur enginn bjargað þér, það getur enginn látið þér líða vel og sagt ekkað jákvætt um þig við þig ef þú getur það ekki sjálf/ur. Enginn annar getur stjórnað lífi þínu nema þú.
6. Þér líður ennþá illa. Reyndu þá að hætta að kvarta og reyndu að hafa ekkað jákvætt að segja um allt, líka sjálfan þig. Spurðu sjálfa/n þig hvort þú hafir einhvern tíman sagt við einhern: ,,Mér þykir vænt um þig.” Og segðu það við alla sem þér þykir vænt um og knúsaðu þá. Stattu fyrir framan spegil og horfu í augun á þér og segðu: ,,Mér þykir vænt um þig. Þú ert yndisleg manneskja. Öllum þykir vænt um þig. Þú ert ekki ein/n í þessum heimi sem líður illa.”
7. Ef þú ert farin/n að hugsa um sjálfsmorð núnna. Hugsaðu þá um hversu margir yrðu sárir ef að þú myndir deyja. Reyndu að hugsa: ,,Ég ætla ekki að fremja sjálfsmorð, því að ég vil ekki særa þá sem þykir vænt um mig. Ég vil ekki láta aðra þurfa að líða illa, því ég veit hvernig það er. Ég vil ekki að aðrir þurfi að líða eins og mér hefur liðið.” Hringdu í einhvern eða biddu einhvern um að koma til þín, einhvern sem þú treystir og segðu manneskjunni hvernig þér líður. Faðmaðu manneskjuna svo og segðu hvað þér þykir vænt um hana. Spurðu manneskjuna hvernig henni myndi líða ef að þú fremdir sjálfsmorð. Hugsaðu svo um það hvernig þér myndi líða ef einhver sem þér þykir vænt um myndi fremja sjálfsmorð. Skrifaðu niður allar ástæðurnar fyrir að þú vilt deyja. Og skrifaðu niður allar ástæðurnar af hverju þú ættir ekki að deyja. Náðu svo í annað blað og skrifaðu ástæðurnar fyrir því að þú myndir ekki vilja að einhver sem þér þykir vænt fremdi sjálfsmorð. Hugsaðu svo um að ef að þú fremur sjálfsmorð þá geturðu ekki farið aftur í timann ef að þér líkar ekki það sem skéður fyrir þig eftir að þú deyrð. Hugsaðu um allt það góða sem hefur komið fyrir þig. Ef þetta virkar ekki. Reyndu þá að hætta við að fremja sjálfsmorð út af þeirri ástæðu að þú viljir hjálpa öðrum að líða vel, svo að þeir þurfi ekki að þjást eins og þú hefur þjást. En þú verður líka að hugsa um sjálfan þig.


Kveðja
Rímanna
Miss mistery