Hæ hæ…
Nú skrifa ég ykkur hér á huga í örgustu neyð!
Ég komst að því mér til mikillar skelfingar að þegar ég fór í gallabuxur sem ég hef alltaf passað í (þó stundum verið smá þröngar) en núna kom ég þeim ekki utan um rassinn á mér. =o(
Svo nú er komið að því ég fer í átak!!!
Ekki megrun eins og alltaf heldur bara lífsstíls breyting.
En getið þið ráðlagt mér eitthvað?
Sko ég er 159 cm og 60 kg.Þetta kannski hljómar eins og ég sé með anorexiu en ég er með svona slurp á maganum, lærunum og höndunum en er samt ekkert “feit” þannig bara svoldið búttuð ;)
Ég æfi Taekwondo og er eiginlega bara nýbyrjuð í því. S.s búin að æfa síðan í september. Ég gerði mér alveg grein fyrir að ég myndi þyngjast þar sem ég er að bæta á mig vöðvamassa en rúmmálið hefur breikkað og ég er að nálgast það stig að vera feit. Svo er það líka að ég hef EKKERT úthald né þol svo að ég ferð að byggja það upp.
Ég hef alltaf drukkið ogs, borðað nammi, bakkelsi, kökur ofl.
ég bý heima og mamma og pabbi eru svona frekar miklir sælkerar svo að maturinn þar er aldrei af skornum skammti. Frekar meira svona af MIKLUM skammti =)
Ég ætla að biðja ykkur hugara um ráð til að auka úthald, grennast og halda mér í formi ;) og svo svona mataræðis punkta.
Takk fyrir :*
Kv. Villingur :þ