Núna er ég búinn að breyta mataræðinu mínu. Sko mér hefur liðið eins og ég sé að fitna undanfarið og ég leit í spegilinn um daginn og sá bara hvað þetta var orðið mikið svo ég ákvað að breyta um mataræði.
Ég fékk mér stundum ís á kvöldin en núna fæ ég mér bara epli eða banana eða einhvern annað ávöxt. Svo er ég hættur að borða Honey Nut Cheerios og núna fæ ég mér hafragraut með rúsínum. Svo ætla ég að byrja að hlaupa mikið en get ekki gert það núna því að ég er veikur en leið og mér batnar byrja ég að hlaupa.
Svo ætla ég líka að byrja að borða hollari kvöldmat, ég ætla að reyna að hætta í pítsunum og kjúklingunum og byrja að borða eitthvað hollara eins og eitthvað grænmetis sem pabbi eldar. Svo mun ég örugglega líka stöku sinnum borða “Tortillaz” því það er uppáhaldsmaturinn minn.
Einnig ætla ég að hætta öllu gosi og drekka frekar vatn og safa. Ég ætla að reyna að drekka átta glös af vatni á dag eins og mamma er alltaf að segja mér og líka eplasafa með kvöldmatnum í staðinn fyrir Fanta eða Coke og þannig gosdrykki.
Svo verður líka minna farið í bakaríið og ekki mun ég fá mér aðra klessuköku næsta mánuðinn það er víst og enga kleinuhringi. Svo ætla ég að sleppa öllum svona skyndibitum eins og McDonalds og fleirri stöðum en ég mun samt halda áfram að borða hjá Subway því þar er hægt að fá svona báta sem eru ekki mjög fitandi og eru alveg jafn góðir.
Kveðja Birki