Málið er að fyrir ári kynntist ég stráki, ég varð ekkert smá hrifin af honum en málið var að hann var með bestu vinkonu minni. Ég veit ekki hvort að þetta tengist honum eða ekki en hann hefur alltaf verið í huga mér síðan að ég hitti hann. Hann hætti með vinkonu minni eftir nokkurra mánaða samband og þá rofnuðu tengslin á milli okkar töluvert eins og við var að búast en seinn urðum við aftur alveg ágætisvinir og núna erum við bara alveg frekar góðir vinir. En málið er að allt síðasta misseri sá ég það í hendi mér að ég ætti aldrei séns í hann og einhvern veginn dróst sjálfsálitið hjá mér niður (og það hefur aldrei verið neitt svakalega hátt) og ég varð alltaf bara þunglyndari og þunglyndari.
Ég er búin að vera í kór með vinkonum mínum í nokkur ár og svo líka að stunda íþrótt. Ég hafði næstum því óbilandi áhuga á báðum hobby-unum þangað til núna bara fyrir svona u.þ.b. einum og hálfum mánuði, þá missti ég svo algjörlega áhugann á öllu.
T.d. hef ég alltaf verið…ja svoltið þybbin en alltaf verið ákveðin í að koma mér í gott form og gera lífið mitt heilbrigðara. Oft hefur það gengið lengi vel og allt komið í gott stand en svo dettur einhvern veginn allt niður en áhuginn á heilbrigðu líferni, megrun, góðum árangri í skólanum, íþróttum og kórnum, félagslífinu og öllum daglegum hlutum í lífi unglings hefur alltaf verið fyrir hendi þangað til núna þegar að þetta misseri byrjaði í lok ágústmánaðar.
Ég nenni aldrei að stunda neinar íþróttir eða mæta á kóræfingar, þykist vera veik og skrópa, mæti á íþróttaæfingar til þess að foreldrar mínir brjálist ekki vegna þess hversu dýrt þetta sé og ég sé bara að sóa peningunum þeirra en ég segist bara vera með verki hér og þar, í læknismeðferð gagnvart hinu og þessu og þar fram eftir götunum, geri allt til þess að sleppa við að hreyfa mig eins og ég naut einu sinni svo í botn að gera.
Einnig hef ég misst mikinn áhuga á vinum mínum, jafnvel þessum stráki sem að ég nefndi í byrjun. Sjálfsálitið hjá mér er í hakki og alls staðar þegar að ég lít í spegil, á myndir af mér eða rifja eitthvað upp sé ég eitthvað slæmt við alla hluti sem tengjast mér og því sem að ég hef gert.
Ég er farin að efast um að nokkur manneskja vilji þekkja mig og vera vinur minn því að ég sé svo óþolandi, leiðinleg og ljót en svo þegar að ég lít á fólkið finnst mér bara eins og það umgangist mig því að það vorkenni mér og vilji ekki særa mig meira þótt að það hati mig.
Ég er farin að eyða óhóflega miklu fjármagni í nammi, gos og óþarfa mat, ég er orðin gos- og nammifíkill. Mér finnst ég blása út en einhvern veginn er mér alveg sama, ég nenni ekki að gera neitt í því og bara langar ekkert að grennast eða lifa heilsusamlegra líferni. Ég er farin að drekka, jafnvel reykja og hef einu sinni dópað.
Svo er ég farin að umgangast mikla reykingamenn (á mínum aldri og aðeins eldri), dópista, fyllibyttur á mínum aldri og glæpamenn sem hafa framið allan óskundann. Lífið mitt er einfaldlega í hakki og ég veit enga leið til þess að breyta því. Ég hef oft hugsað um að fremja bara sjálfsmorð, binda bara enda á allt. En alltaf talið sjálfa mig af því, vegna fólksins í kringum mig sem að mér finnst oft neyðast til að þykja vænt um mig.
Ég sé enga leið út en oft þegar að ég hugsa um þetta finnst mér eins og allt sé bara sýndarskapur og athyglissýki en svo þegar að ég hugsa um það, þá er þetta allt dagsatt en ég bara ræð ekkert við það.
Ég hef misst mikið samband við foreldra mína, ég forðast heimili mitt og reyni að vera sem minnst með foreldrum mínum af ótta við yfirheyrslur um peningaeyðslu og félagskapinn minn. Sem sagt er samband mitt við foreldra mína sem eitt sinn var ósköp eðlilegt (ég reyndi að vera mikið með þeim, einmitt til að koma í veg fyrir það sem nú hefur gerst, og gat talað við þau um allt milli himins og jarðar) er nú hugsanlega endanlega farið í vaskinn. Ég þori varla að nefna tölvu, sjónvarp, mat eða nánast neitt af ótta við að umræðurnar berist að öðrum hlutum sem að ég vil ekki ræða um.
Ég hef misst mikið samband við gamla vini og er farin að hlusta á tónlist sem að ég gat ekki komið nálægt fyrir stuttu. Allt snýst um sataníska trú hjá mér þessa dagana og ýmislegt sem að því tengist. Allt er farið að snúast upp í neikvæðni og leiðindi hjá mér. Mér líður stanslaust illa yfir einhverju en það er misjafn yfir hverju það er.
Eins og þið sem hafði nennt að lesa þetta sjáið, þá hefur nánast allt líf mitt hrunið, en ég bara sé enga leið útúr neinu.
Ég bið því ykkur, kæru hugarar, um hjálp.
Kv. og þakkir, Syndaselu
kv. syndaselur :o)