Góð spurning, ha?

Mín skoðun á breyttum lífstíl er sú að það þarf að byrja á því að taka andlegu hliðina í gegn. Það þíðir ekki að byrja á neinu nema vera algerlega tilbúin/n til þess.
Hver kannast ekki við það að ætla að hætta að drekka kók, hætta að reykja, hætta að borða skyndibita og hætta að borða nammi.. Og svona mætti lengi telja. En hvað gerist??? Fólk kannski heldur út 2-3 vikur og þá BÚMM!! Drekkur meira kók en nokkru sinni fyrr, reykir miklu meira og borðar meiri skyndibita og nammi en nokkru sinni fyrr.
Þetta er ekki alltaf spurning um að hætta hlutunum, nema kannski með reykingarnar, heldur kannski bara minnka þá og skorða við einn ákveðinn dag (nammidag)


Þetta snýst allt um hugarfarsbreytingu, aga og skipulag.
Byrjum á hugarfarsbreytingunni, til að geta gert eitthvað verður maður að vera 100% tilbúinn í það, hvort sem það er að breyta um lífstíl eða fara í ferðalag.

Aginn er mjög mikilvægur bæði í breyttum lífstíl og lífinu sjálfu, þér er t.d. boðið í saumaklúbb og á borðum er kók og sælgæti en það er ekki nammidagur hjá þér fyrr en hinn daginn, þú ert sterk/ur og biður um vatn og dregur upp gúrkuna og gulrótina sem þú komst með :)

Síðast en ekki síst tala ég um skipulag en ég tel það mjög mikilvægan þátt í breyttum lífstíl, skipulagðu vel hvað þú ætlar að gera, hvenær þú ætlar að æfa og hvenær og hvað þú ætlar að borða. Ekki detta út úr því skipulagi!!

Ekki ætla þér að sigra heiminn á einum degi, taktu þér tíma og finndu sjálfa/n þig fyrst, svo skaltu reyna við heiminn :)

Og mundu að þetta byrjar allt þegar þú ert tilbúin/n..