Nú hef ég verið að velta því fyrir mér hvað sé rétt og hvað sé rangt varðandi fæðubótarefni.
Fyrir sumar notaði ég hefðbundin fæðubótarefni s.s. creatín, glútamín, whey-prótein etc. Ég þyngdist talsvert, eða um 7 kg og jók einnig styrk. Ég hef ekki notað nein fæðubótarefni í allt sumar og léttist um 6 kg!(Tek fram að ég erum einungis að tala um vöðva þar sem ég er með mjög lága fitu%). Þá fer maður að velta því fyrir sér hvort slatti af þessu sé ekki bara “gervi-þyngd”, t.a.m. vökvi sem safnast fyrir í vöðvunum ef maður notar creatín. Það fyndnasta er að ég missti ekkert svo mikinn styrk.
Þegar maður les tímarit á borð við Muscle Media og Muscle&Fitness les maður ótal margar greinar um alls konar fæðubótartegundir og nytsemi þeirra en þessi tímarit eru að sjálfsögðu rekin undir stórum fæðubótarframleiðendum og taka aldrei frumkvæðið á því að birta neikvæðar greinar um einhver ákveðin efni sem fæðubótarisarnir eru með á markaðnum.
Það er oftast þannig að maður fær 50 mismunandi útgáfur af því sem er gott og því sem er slæmt. Uppspretta þeirrar upplýsingar sem maður fær, fullyrðir að hún sé sú eina rétta, sönnuð með rannsóknum etc. etc.
Hér er eitt sniðugt dæmi: Ég las í Sports Supplement Review 4th issue að til að finna prótein magn yfir daginn margfaldar maður líkamsþyngd (í kg) með 2,5g-3,0 g/per kg. Næringarráðgjafi sem ég hitti sagði mér að margfalda 1,5 g. Þar er stór munur en hver getur sagt mér hvor hefur rétt fyrir sér? Heimilislæknirinn minn sagði að creatín myndi fara illa með mann. Maður hlýtur að geta treyst honum?
Aðal málið er að það er erfitt að fá nógu traustar heimildir fyrir einhverju. Og segjum að einhver aðili dæli í sig fæðubótarefnum og þyngist um 10 kg, svo þegar hann hættir að nota þau þá léttist hann vafalaust nokkuð mikið. Þannig verður maður “hooked” til þess að missa ekki massann, og að þá sé alveg eins gott að byggja sig bara upp með góðu mataræði. Getur enginn sagt að það sé slæmt.