SAMTÖK GRÆNMETISÆTNA ÓSKA EFTIR FÉLÖGUM
Í bígerð er að stofna samtök grænmetisætna á Íslandi og eru þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi samtakanna eða koma að undirbúningi með einum eða öðrum hætti hvattir til að skrá nafn sitt, netfang og símanúmer á eyðublaðið hér að neðan. Enn fremur er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst til Einars Jónssonar (einarjonsson@simnet.is ) eða Eddu Hrundar (eddpedd@simnet.is ). Munu þau einnig svara með ánægju öllum fyrirspurnum um samtökin.
Þegar meðlimir eru orðnir nógu margir til að það geti talist messufært verður boðað til formlegs stofnfundar þar sem stjórn verður kosin, vinnuhópum komið á laggirnar og drög lögð að stefnuskrá. Nánari dagskrá stofnfundarins, tímasetning og fundarstaður verður send fólki í tölvupósti (eða símleiðis) með góðum fyrirvara þegar nær dregur.
Áhugasömum er enn fremur bent á umræðu um samtökin á vefsvæði veitingastaðarins Græns kosts - www.graennkostur.is. Þar eru ýmsar hugmyndir reifaðar um starfsemi þeirra, markmið og tilgang og er fólk hvatt til að kynna sér þær og leggja orð í belg.
Fyrir hönd undirbúningshóps að stofnun samtaka grænmetisætna