Hér ætla ég að birta smá upplýsingar um hvernig á að tannbursta sig, ég er nefnilega búinn að sjá helvíti ljót sett af tönnum nýlega.
1. Þú skrúfar frá krananum og skolar tannburstann og setur tannkrem á.
2. Þú stingur burstanum upp í túlann og byrjar að hreyfa burstann rólega en ákveðið fram og til baka eftir tönnunum.
3. Þú snýrð tannburstanum aðeins upp að tannholdinu þegar þú hefur burstað neðri hluta viðkomandi tannar.
4. Þú burstar ekki of fast en ekki of laust. Passa að ná sem mestri skán undan tannholdinu.
5. Ofan á tönnunum þarftu að bursta dáldið meira ákveðið en á hliðunum þar sem að þar er ekki tannhold við hliðina og gerir því ofanhluta tannanna ekki jafn viðkvæman og hliðarnar.
6. Svo er að fara yfir þetta, ekkert endilega jafn vandlega og í fyrra skiptið.
7. Skyrpa og skola munninn (það síðarnefnda ekki nauðsynlegt), skola tannburstann og voila.
Vona að þið burstið tennurnar eins vel og þið gerðuð áður ef ekki betur.
Kv, Eina